föstudagur, 24. desember 2010

Gleðileg jól

Þau koma, enn eitt árið.
Þetta er ein skemmtilegasta aðventa sem ég hef átt.

Það hefur verið bilað að gera vinnulega séð en heima hefur allt verið yndislegt.

Það er gott að búa með Gudda ;)

Í gær voru fjöldaframleiddar sósur, graflaxsósa, sítrónusósa með reyklaxamúsinni, rauða sósan með rækjukokkteilnum, hvítlaukssósa Argentínu, Chimi Churri sósa Argentínu og búinn til ís og bakaðar hvítar kökur með súkkulaði, döðlubrauð og marengs.

Mörgæsin var mætt um þrjú og vann hörðum höndum til 9 um kvöldið en þá var allt loksins tilbúið og klárt, síðasti pakkinn innpakkaður og allt matarstúss afgreitt.

Það var óvenju vel mætt þessa Þorláksmessu, strípalingurinn og himnalengjan hennar komu, homminn og verkalýðsfrömuðurinn (fara aldrei þessu vant ekki í sveitina), tengdafólkið allt saman og frænkan, frumburðurinn og hans hópur og svo kom doktorinn með kýlarann sem verður hér með okkur um jólin.

Hann er víst ekki vanur svona JÓLUM, enda kannski ekki skrýtið. Við dóttir mín breytumst báðar í jólaálfa í nóvember og erum svo þannig fram að þrettándanum þegar jólin eru kvödd nánast með tár á hvarmi.

Nú er það dúllerí við jólamyndir og huggulegheit þangað til tími kemur til að elda þennan sérræktaða lambahrygg, gera risotto, baka kartöflur, græja grænmeti, kokkteilinn og líma svo möndlumiðann undir skálarnar.
Þá mega jólin koma ;)

Gleðileg óskúruð jól!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Happy splendid submitting! I seriously loved looking at the item, tonsil stone you will be a good article writer.I most certainly will you should lesemarke your website Satellite direct and can normally revisit down the road. I'd like to persuade one continue on any amazing threads, have a pleasant christmas penis advantage review end of the week!