Í jólafríinu kom homminn í heimsókn ásamt verkalýðsfrömuðinum.
Frömuðurinn fór snemma heim en homminn fór undir morgunn.
Þegar hann mætti var hann í þessum líka fínu blankskóm, stærð 45 og hálft, glansandi með langri mjórri tá.
Daginn eftir rek ég augun í umrædda blankskó í forstofunni og hringdi um hæl í hommann.
"hvernig má það vera að þú ert þar, en skórnir þínir eru hér?"
Homminn kom af fjöllum, rölti fram í forstofu og svo kom skýringin "Það er bara einn skór hjá þér, ég hef farið heim í einum mínum og einum af durginum"
Ég rúllaði um í hláturskasti!
Karldurgurinn notar nebblega 42 EXTRA breiða svo homminn hefur verið eins og L þegar hann fór heim, annar fóturinn á þverveginn og hinn á langveginn!
Flottur!