Köttur og fugladans
Í gærkvöldi eldaði ég franska lauksúpu með beikoni og kartöflum.
Strípó, froskurinn, homminn og verkalýðsfrömuðurinn komu að borða.
Eftir matinn spiluðum við nýja partíspilið.
Hláturinn lengir lífið og með reglulegum spilasamkomum verðum við öll eldgömul.
Það vakti gífurlegan hlátur þegar strípó átti að teikna "að hengja bakara fyrir smið" og teiknaði kött með sprautu!
Sonur hennar ætlar að spila í liði með annarri familíu næst! "sáuði köttinn"!!!
Verkalýðsfrömuðurin brilleraði svo þegar hann átti að humma fugladansinn með Ómari Ragnarsyni.
Viðstaddir góluðu úr hlátri.
Þetta verður endurtekið við fyrsta tækifæri!
5 ummæli:
Þetta hefur áreiðanlega verið hundleiðinlegt!
Mér finnst nú að froskurinn ætti að fá gælunafnið ,,prinsinn" á þessari virðulegu bloggsíðu nördsins, eða kannski ,,froskaprinsinn", því hann reyndist vera annað og meira en froskur!!!
Strípó
.........og hey köttur með sprautu, bévítans vitleysa, þetta var bakari með kökukefli, það sá hver heilvita maður!! Ég er viss um að karldurgurinn hefði séð það, hefði hann ekki verið fjarri góðu gamni :D
Strípó
Hann verður ekki kallaður prins fyrr en hann hefur sofið á bauninni!
Ég sá þessa fínu teikningu og ég meina... Þeir sem föttuðu ekki bakarann hefðu allavega átt að kveikja þegar þeir sáu hengda smiðinn sem speglaðist í kökukeflinu! "köttur með sprautu!!!" ó-mæj-got!
Skrifa ummæli