Frábæra fólkið mitt :)
Unglingurinn minn hringdi í mig um helgina að heiman þar sem ég var stödd hjá mojito meisturunum í Costa del Yrsufelli og tilkynnti að hann ætlaði að kaupa sér nýjan magnara.
Ég sagði að við skyldum ræða þetta um helgina.
Við ræddum málin frá ýmsum hliðum.
Ræddum meðal annars um vexti á innlánsreikningum og hvernig hægt er að safna sér fyrir nýjum græjum á einu ári án þess að eyða til þess krónu.
Honum fannst þetta vaxtadæmi það sniðugt að hann hefur frestað þessum innkaupum um ár og ætlar í staðinn að leggja grimmmt inn á sérreikninginn sinn og láta svo vexti ársins borga bæði gítar og magnara.
Hann kynntist nefnilega vaxtagróðanum beint í æð um áramótin þegar innistæðan á sérreikningnum hans óx um nokkra tugi þúsunda!
Doktorsneminn minn náði öllum prófunum og fylgidoktorinn öllum nema einu en var eins stutt frá því og hægt er að vera með 4.5.
Ég veit hún rúllar þessu upp í ágúst.
Þær ræddu við sína menn hjá LÍN og þrátt fyrir þessa snurðu fær fylgidoktorinn 75% námslán svo þær eru í góðum málum þessir dugnaðarforkar.
Sófus hefðarköttur er fluttur að heiman eftir 9 ár en hann flutti sig um bæjarfélag til doktorsnemanna og plumar sig þar fínt!
Yngri stjúpdóttir mín ætlar svo í læknisfræðina næsta sumar svo það verður nóg af doktorum í familíen.
Stóri og tengdadóttirin eru á Kanarí ásamt ömmustrák og lentu í ælupest öll þrjú en eru orðin hress og hafa það vonandi sem allra best í ylnum (amk. ekki snjór og ískuldi eins og hér heima).
Eldri stjúpdóttirin er 25 ára í dag, kúlan hennar er orðin eins og sætur fótbolti og fer stækkandi enda verður fröken Ólafía örugglega kröftug kella þegar hún mætir á svæðið :)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ STEFFÝ KRÚTTUBUMBA!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli