föstudagur, 4. janúar 2008

Nýtt ár

Gleðilegt 2008.

Jólin voru yndisleg þrátt fyrir kvef, hálsbólgu og magaveiki sem enn er að hrjá mig.

Við fengum fullt af góðum gestum og jólaboðið á annan í jólum heppnaðist mjög vel þótt mér tækist með kvefdofinn heilann að brenna baunajafninginn.
Gestirnir (börnin okkar, tengdabörn, barnabörn og tengdamamma) svældu honum í sig og héldu því fram að þau finndu næstum ekkert brunabragð :)
Þetta er í fyrsta skipti í minni búskapartíð sem annað eins og þvílíkt klúður í eldamennsku hefur átt sér stað!

Áramótunum eyddum við eins og vaninn er hjá framhaldsskólakennaranum og vegagerðarmanninum.
Þegar ég mætti fyrst með humarsúpuna mína fyrir sjö árum voru Daníel og Karen (börnin á heimilinu) ekkert mikið spennt. Fengust til að smakka súpuna en hún fékk ekki háa dóma hjá þeim.
Það hefur heldur betur breyst á þessum sjö árum.
Núna stóðu þau systkinin yfir pottinum og smökkuðu non stopping þangað til súpan var borin fram og borðuðu þá bæði tvöfaldan skammt.

Ég er á því að við eigum að bjóða börnunum allt sem á borðum er, fá þau til að prófa og smakka því þannig þroskast bragðlaukarnir best og með tímanum hverfur öll matvendni.

Áramótakalkúnninn stóð undir væntingum að venju og nú hef ég heilt ár til að hlakka til næstu áramóta.

Lifið heil og passið ykkur á flensunni!

Engin ummæli: