sunnudagur, 20. janúar 2008

MMmmmmm *sleikjútum*

Við fórum í mat til Gunna frænda og Siggu Snjólaugar í gærkvöldi.
Grillaðir humarhalar í forrétt voru sjúklega góðir og bleikjurétturinn var svo góður að vaknaði í morgun og langaði í hann í morgunmat.

Þegar ég fæ uppskriftina ætla ég að setja hana hérna inn því þetta var gjörsamlega geggjað gott.

Svo var hlustað á tónlist, eða durgurinn og Gunni hlustuðu meðan við Sigga Snjólaug spjölluðum.
það var mikið gaman og ég hlakka til næsta boðs en þá ætlar Gunni að elda sitt víðfræga snitsel sem er víst engu líkt.

Í dag er legið í leti. Baðherbergið er enn óþrifið og pappírarnir í hrúgu og Nissaninn er niðri í bæ en ég er sko enn að lesa tvíburana svo það er allt annað á hold.

Farin aftur undir sæng að lesa ;)

Engin ummæli: