Fékk netpóst á föstudag um að verkefnið "A taste of Europe" hefði fengið samþykki frá Alþjóðaskrifstofunni um styrk.
Næstu 2 árin verð ég þá töluvert á flakki.
Englendingar, hollendingar, ítalir og Íslendingarnir eru samþykktir, við bíðum eftir Írlandi og færeyingum en það mun örugglega ganga.
Eftir að þau 2 ár sem þessi lönd starfa að matar-menningar-sögu projektinu eru liðin ætla ég að sækja um styrk til Evrópusambandsins og vonandi halda verkefninu áfram. Það fer eftir hversu vel gengur að keyra prógrammið þessi 2 ár sem komið er samþykki fyrir.
Bara spennandi enda var ég svo heppin að fá algjörlega frábæra einstaklinga með mér í þetta!
Helgin var mögnuð! Sólin skein non stop og við bifvélavirkinn eyddum laugardeginum í sólbaði í garðinum með nágrönnunum. Húsfélagið bauð upp á grillaða hammara um miðjan daginn og um kvöldið horfðum við svo á Borat og City of Amber.
Sunnudagurinn tók á móti okkur með steikjandi sól klukkan SJÖ um morguninn!!
Magga samkennari og bróðir hennar komu í sólbað, strípalingurinn, Jón Þór töffarinn litli og foreldrar hans líka og þau tóku með sér vöfflujárn og allar græjur!
Garðurinn var fullur af dýnum, sólstólum, fótboltum, hálfnöktum kroppum, KÓNGULÓM, púðum og FJÖRI fram undir kvöldmat!!!
Jón Þór var á fullu í fótbolta við bifvélavirkjann sem var berfættur og ákvað að hann vildi prófa þetta tásustripl líka. Reif sig úr skónum og sat svo á rassinum í grasinu með fæturnar lyftar hátt upp. Lagði ekki í að setja litlu tásurnar á grasið. Bifvélavirkinn ætlaði að aðstoða hann við að yfirstíga þessa feimni við grasi og lyfti honum upp til að labba en Jón Þór hélt fótunum beint út í loftið til að sleppa við grasið. Það var alveg kostulegt að fylgjast með þessu!
Í enda dagsins var hann samt farinn að hlaupa um berfættur, smá óöruggur fyrst en svo vappaði hann um á fullu á tásunum!
Við stofugluggan er RISAVAXIN krosskönguló í vefnum sínum. Hún er næstum á stærð við HÚSBÍL!!! Jón Þór labbar að köngulónni, stendur íhugandi og starir á hana smá stund og segir svo hárri ákveðinni röddu "halló!"
það er alveg spurning um að skíra þetta nýja gæludýr heimilisins, vinkonu Jóns Þórs!
Ótrúlega gaman!
vísdómsorð dagsins komu frá Strípó! "ég skil ekki hvers vegna kona vill breytast í karlmann með LÍTIÐ TYPPI"!!!!!!!!!!!!!
Og omg! Guddi litli sem ALDREI tímir að kaupa sér föt sendi sms, "keypti mér skyrtu á 79 evrur" Skýring fylgdi í kjölfarið "hún er frá Lacoste"!
Hjálp!!! þjóðverjar eru að gera drenginn minn að merkjafríki af dýrustu gerð!!!