laugardagur, 28. júlí 2007

The secret :)

Las fyrstu síðurnar í þessari bók í ferðalaginu.
Var sagt m.a. að þetta virki þannig að það sem maður vænti verði að veruleika.
ÉG ER VISS UM AÐ ÉG VERÐ TÁGRÖNN!!!!!

Nú er ég búin að vænta þess í 4 daga sem sagt og árangurinn lætur ekki á sér standa.
Ég sá það í morgun að bumban hefur minnkað heilan haug!
Var að vísu svöng og ákvað að meta ekki bumbustærð eftir að ég tróð í mig hálfri maltdós og 2 smörrebrauðum sem voru afgangs frá brjálæðislegri dansk/íslenskrar veisu gærkvöldsins.

Það varð náttúrulega að sýna henni Myriam hvernig íslendingar haga sér í ekta heimapartýum svo við skelltum upp kássu af smurbrauði með stöffi sem ég kom með frá DK, opnuðum og kláruðum brennivínsflösku, kassa af bjór og slatta af jagermeister ;)

Prentarinn, prentsmiðjan og lesbían lögðu fram hjálparhönd og Myriam stóð sig ferlega vel í að sötra og fara á trúnó að íslenskum hætti.

Mikið var gaman :)

Karldurgur, ef þú hættir að vinna svona endalaust gætirðu kannski litið við og fengið eins og einn kaffibolla og jafnvel eitthvað með kaffinu, svona í leiðinni á meðan ég fæ GAMALMENNANUDD!!!

Farin að fá mér meira malt og smörrebrauð :)

föstudagur, 27. júlí 2007

Ömmuleiðangurinn og undur Íslands :)

Síðasta mánudagskvöld, rétt um miðnætti og framundir tvö um nóttina sat ég ásamt stöllum mínum frá Sauðárkróki (námskeiðsfélögunum frá France í fyrra) í Grettislaug í Skagafirði, í brjálæðislega rauðbleiku sólarlagi, niðri við sjó í sjóðheitri lauginn með rauðvín og osta.
Myriam Astier sem er 69 ára fékk hroll af hrifningu með reglulegu millibili!
Ísland er æðislegt!!

Amma mín sem er 78 ára unglingur fór svo með okkur í brjálæðislega ferð sem stóð frá kl.8 um morguninn til hálfeitt að nóttina um norðlenskt hálendið. Hún og hinn unglingurinn (69 ára) æddu upp og niður um fjöll og firnindi og hlupu mig gjörsamlega af sér.
Þegar Myriam sagði ljúflega við mig "do you want us to help you up the hill by pulling your hands" þegar við (eða sko, ég, þær hlupu) streðuðum upp eina fjallshlíðina í Jökulsárgljúfri þá ákvað ég að frá og með NÚNA yrði ég MJÓ!!!!

Í morgun fórum við yngri unglingurinn í hvalaskoðunarferð sem var klikkuð, hnúfubakur baulaði á okkur og höfrungar stukku hægri vinstri í kringum bátinn.
Við enduðum í bláa lóninu þar sem unglingur svamlaði um af krafti meðan ég, farlama tilvonandi amman, fékk nudd og dekur á dýnu með teppi og kodda í afkima lónsins.

Við erum allar "ömmur" amma mín er (nánast) langalangamma, Myriam er amma og ég (nánast) amma :)
Töff ferðalangar og við skemmtum okkur gjörsamlega stórkostlega vel!

Mæli með svona flækingsferðum með óvæntum uppákomum hægri vinstri fyrir ömmur og unglinga á öllum aldri í öllu ásigkomulagi ;)

laugardagur, 21. júlí 2007

Hvísl!

það heyrst varla í mér.
Fórum í morgun í Árbæjarsafn og ég nýtti mér gamla þekkingu mína á ýmsum sögum og atburðum tengdum húsum þar (frá dögum mínum sem fræðslustjóri Vinnuskólans) til að leika ýkt kláran guide!
Mér hefndist heldur betur fyrir.
Um það leiti sem við héldum á Jómfrúna var ég orðin þegjandi hás.
Gesturinn minn grátandi því hrollvekjandi lýsingar á fæðingum, barnsmorðum og öðrum morðum íslandssögunnar með leiknum tilþrifum og minni rámu skerandi hálsbólgurödd voru ekki beint huggulegar.
Ég ætti kannski frekar að leita mér að vinnu í Draugasafninu á Stokkseyri!
ÚHÚ´´´´´´´´´´Ú "Ískrandi hás"

föstudagur, 20. júlí 2007

Ég leiðsögumaðurinn :)

Ég er að fara að prófa alveg nýtt hlutverk.
Eftir 45 mínútur eftir að hafa hoppað inn í bónus, mjólkurbúðina og uppáhaldsfiskbúðina mína er ég farin að sækja 69 ára gamla vinkonu mína frá Frakklandi út á völl.
Á morgun sýni ég henni Reykjavík, Tjörnina, miðbæinn og fer með hana á djasstónleika á Jómfrúnni.
Á sunnudaginn bláa lónið, Gullfoss, Geysi og Þingvelli.
Á mánudaginn Sauðarkrók, Hofsós og þarumkring.
Á þriðjudaginn Akureyri, lystigarðinn, sundlaugina, andapollinn og annað merkilegt. Ætla að bjóða henni út að borða á Bautann en þar fæst ansi góður svartfugl yfir sumartímann.
Spurning hvort Haugnesingar væru til í gesti? Hvernig ætli staðan sé með krækling þar um slóðir á þessu sumri!
Svo tekur Mývatnssveitin við, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi og síðast en ekki síst Aldeyjarfoss sem er innst inni í Bárðardal.
Ég er jú fræg fyrir frábæran hæfileika og áhuga á að aka þjóðvegi landsins á 80 km. hraða, með báðar hendur fastar á stýrinu og vel reist í sætinu!
Umferðin er HÆTTULEG!
Þið megið gjarnan biðja fyrir mér og Myriam Astier!

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Heimkoma!!!

Við komum heim um miðnættið.
Lesbían sótti okkur út á flugvöll og við brunuðum heim!
Þar beið eftir okkur brjálæðislega góður grænmetisréttur sem stúdentinn hafði eytt löngum stundum í að útbúa.
Í honum voru meðal annars nýrnabaunir sem lagðar höfðu verið í bleyti og soðnar eftir kúnstarinnar reglum eins og sagt var fyrir um í grænmetisbók Hagkaupa.
Í eftirrétt var einstaklega glæsileg heimabökuð súkkulaðiterta!

Stúdentinn glotti út í annað og sagði "ég vissi alveg að ég kann að elda, það hefur bara ekki verið þörf fyrir það hingað til".
Hún kippir í kynið það er sko víst!!

Ég er ofsalega stolt af framtíðarlækninum mínum og meistarakokknum!!

Við erum ÖLL með bullandi kvef og hálsbólgu!!!
Svona er að þvælast til útlanda og sulla í ískulda í Faarup!l
Snýýýt!!!

Homminn er vinsamlega beðinn að renna við hið fyrsta. Það var keypt viðbót við síðbúnu afmælisgjöfina hans í ferðinni!

sunnudagur, 15. júlí 2007

Draumaeyjan :)

Þetta er EYÐIEYJAN hans Jóns Hákons.

Nördaknús!

Hvíta saklausa Taskan!!

Ég sá hana og vissi að ég varð að fá hana.
Þetta var brjálæðisleg vitstola ást.
Ég fékk hana.
And I mutilated it!
Múhahhahhahahhahahaaha!




Skýringar á þessu afreki mínu (sem gerðist vegna viðutanháttar nördsins sem annars er þekkt fyrir tiltölulega skýran koll (-eh evruvitleysa), fást að heimili nördsins við fyrstu komu!
Kv!
ThemutilaterNerd ;)

föstudagur, 13. júlí 2007

Fårup sommerland :)

Tharna eyddum vid deginum i gær http://www.faarupsommerland.dk/.
Vorum mætt klukkan tuttugu minutur yfir tiu um morguninn og vorum til klukkan atta um kvøldid.
Tad voru farnar margar ferdir i Falken, Flågermusen og i vatnsrussibananum. Sumir komu blautari en adrir ur vatnabananum. Thad var snilldarlega gaman.
Yngsti sonurinn var sa eini sem for i vatnagardinn. Thad var nefnilega skitkalt og hann sa eini sem var nogu hardur til ad lata sig hafa tad.
Godur dagur thott vedrid væri ekkert til ad hropa hurra fyrir.

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Hindu!

Thetta litla blogg sem kom inn a undan er vist a hindu!!
Her kemur danskt pikk inn :)
Vid erum buin ad hafa thad tvilikt gott her i DK hja Englafolkinu.
Forum a kraarball a fostudagskvoldid og donsudum af okkur fæturnar.
"kjærlegheten brænder" er ekki neitt sma skemmtilegt lag!!!
Eg er meistari i keilu. Stigahæst allra med 7 fellur og 105 stig!
Hurra fyrir tvi!
Smorrebrod, ol og snaps upp a hvern dag og algjor sæla.
Tad verda vidbrigdi ad koma heim. Her kostar ein bjorflaska nebblega bara 33 kronur!!!
Skäl fyrir tvi!

हेज हेज!!

थाड एर एइत्थ्वाद उन्दार्लेग्त न्मेद ठेत्ता ब्लोग्ग।
एग कण नेब्ब्लेगा एक्की किन्वेर्स्कू!
रेनी अफ्तुर सिदर :)

fimmtudagur, 5. júlí 2007

Fréttir!!!

Tilkynnist hér með að vér höfum skoðað http://www.mbl.is/ til að taka fréttir ÞRISVAR í dag!!!
Þeir skilja sem eiga :)

GLEÐI GLEÐI GLEÐI OG STOLT!!!!

Stúdentinn minn er komin inn í læknisfræði!!!
Bæði hún og kærastan náðu það góðum árangri í inntökuprófinu að þær hefja nám í læknisfræði í Háskóla Íslands í haust.
Vinkonur þeirra, Alyssa og Stína komust líka inn.

Þvílíkir snillingar!!!

FIMMFALLT HÚRRA FYRIR ÞEIM!
HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA!

Flugvélarterror og góðar móttökur á Loeven!

Við komumst heil á húfi til Dk.
Að vísu ósofin í sólarhring og öll okkar plön um að sofa vært í 3 tíma í fluginu fóru út um þúfur.
Flugvélin var leiguvél og líklega á hengiflugi þess að lenda í brotajárni.
Sætin voru þannig að þegar maður sat alveg í þeim bar höfuðið við loft og maður þurfti að halda sér í til að renna ekki úr þeim.
Það var ekki hægt að halla þeim aftur og við héngtum þarna stjörf af þreytu, geðvond og pirruð og borguðum svo 400 krónur fyrir vatnsglas og kaffibolla í þessari niðursuðudós!!!
Öþrþeytt og uppgefin skröngluðumst við upp úr lestinni á Hovedbanegaarden og eftir að hafa stútað smorrebrodsbakka og öli röltum við, með prinsinn hennar mömmu sinnar, á Loeven á Vesterbrogade.
Það var eins og að koma heim til mömmu!!!
Liv umfaðmaði okkur öll og knúsaði og þrumandi viskíröddin hennar var eins og englasöngur!!
Ohhhh how sweet!
Þessi sextuga norska hótelstýra og hóteleigandi, fyrrum sjóari og landshornaflakkari, missti heilsuna til sjóstarfa og stofnaði hótel Loeven í Kaupmannahöfn.
Þar gistum við alltaf þegar við erum í Köben ;9

Prinsinum hennar mömmu sinnar tókst að kaupa sér tvennar buxur, 4 boli, 1 peysu, 1 jakka, 3 nærbuxur, sundbuxur, stuttbuxur, hálsmen, armband, belti og sitthvað fleira í New Yorkers fyrir skitnar 18.000 krónur á útsölu og er hæstánægður.

Við enduðum kvöldið á að borða á Spring Garden og í lok máltíðar (sem tók ekki langan tíma því þarna er hlaðborð og við vorum svöng) lágu þeir Óli og prinsinn nánast fram á borðið.
Svefnleysi síðasta sólarhrings farið að segja til sín.
Við sváfum svo sæmilega. Umferðarhávaðinn var ansi mikill og við óvön enda sveitafólk ;9

Við erum á leiðinni í Dyrehavsbakken og ætlum að vera þar fram á kvöld.

P.s. við sáum Grím í gær!!!


Myndin er samt ekki af honum. Það var grúppa af indíánum að spila á Strikinu og þeir voru æðislegir!

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Ég er að fara

Fara af landi brott í nótt.
Ég sit hér með rauðan lit í hárinu, nýplokkuð, reytt og lituð.
Öllu tjaldað til.
Síðasta þvottavélin er að klára og hvítar flíkur blakta á snúrunni.
"Ætlarðu bara að vera í hvítu"? spurði Kidda jesúbarn þar sem hún flæktist í snúruþvottinum mínum úti á veröndinni í gærkvöldi.
"jamm, það passar svo vel fyrir engla" svaraði ég.
Fer til Dk í 2 vikur í engilslíku formi lituð, skreytt og SNJÓHVÍT frá hvirfli til ylja, rauðar táneglur og eldrautt hárið og kosvartar augabrúnir.
Omæ, held það verði tekið eftir mér :)
Næsta blogg verður frá kóngsins kaupmannahöfn!
CIAO!