þriðjudagur, 3. júlí 2007

Ég er að fara

Fara af landi brott í nótt.
Ég sit hér með rauðan lit í hárinu, nýplokkuð, reytt og lituð.
Öllu tjaldað til.
Síðasta þvottavélin er að klára og hvítar flíkur blakta á snúrunni.
"Ætlarðu bara að vera í hvítu"? spurði Kidda jesúbarn þar sem hún flæktist í snúruþvottinum mínum úti á veröndinni í gærkvöldi.
"jamm, það passar svo vel fyrir engla" svaraði ég.
Fer til Dk í 2 vikur í engilslíku formi lituð, skreytt og SNJÓHVÍT frá hvirfli til ylja, rauðar táneglur og eldrautt hárið og kosvartar augabrúnir.
Omæ, held það verði tekið eftir mér :)
Næsta blogg verður frá kóngsins kaupmannahöfn!
CIAO!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á ekkert að segja frá EVRUNUM sem þú ætlaðir að taka út í dag, til að versla í DANMÖRKU, snillingingurinn þinn :D :D? Hey, svo er einfalt i í ,,iljar"!

Lesbían í shitty skapi!!!!

Heimilisfræðinördinn sagði...

Evrur smevrur!
Fyrr má nú vera skapvonskan!!
Og það er yfsílon í ylja sér!
Hef heyrt að of mikil sól geti valdið skapvonsku.
Fjúkkitt að ég er hér í rigningu og engri SÓL!!!!! (í dag, var sól í gær sko)
Kv.
Nördinn
P.s. Óli er með 50 færeyskar krónur!!!

Nafnlaus sagði...

Það er yfsilon í ,,ylur" já en ekki ,,iljar" as ín ,,frá hvirfli til ilja", krúttið mitt en ég er í aðeins betra skapi luv og hundskammast mín fyrir að hafa rýnt svona í stafsetninguna. Ég á að vera í sumarfríi. Mætti halda að ég væri komin með fráhvarfseinkenni frá vinnu :S

Plís komið mér inn í einhvern skóla, svo ég geti haldið áfram að ráðskast með fólk.

Gott að vita til þess að Óli sé með heilar 50 færeyskar krónur, þið sveltið þá ekki á meðan.

Lesbían