Ömmuleiðangurinn og undur Íslands :)
Síðasta mánudagskvöld, rétt um miðnætti og framundir tvö um nóttina sat ég ásamt stöllum mínum frá Sauðárkróki (námskeiðsfélögunum frá France í fyrra) í Grettislaug í Skagafirði, í brjálæðislega rauðbleiku sólarlagi, niðri við sjó í sjóðheitri lauginn með rauðvín og osta.
Myriam Astier sem er 69 ára fékk hroll af hrifningu með reglulegu millibili!
Ísland er æðislegt!!
Amma mín sem er 78 ára unglingur fór svo með okkur í brjálæðislega ferð sem stóð frá kl.8 um morguninn til hálfeitt að nóttina um norðlenskt hálendið. Hún og hinn unglingurinn (69 ára) æddu upp og niður um fjöll og firnindi og hlupu mig gjörsamlega af sér.
Þegar Myriam sagði ljúflega við mig "do you want us to help you up the hill by pulling your hands" þegar við (eða sko, ég, þær hlupu) streðuðum upp eina fjallshlíðina í Jökulsárgljúfri þá ákvað ég að frá og með NÚNA yrði ég MJÓ!!!!
Í morgun fórum við yngri unglingurinn í hvalaskoðunarferð sem var klikkuð, hnúfubakur baulaði á okkur og höfrungar stukku hægri vinstri í kringum bátinn.
Við enduðum í bláa lóninu þar sem unglingur svamlaði um af krafti meðan ég, farlama tilvonandi amman, fékk nudd og dekur á dýnu með teppi og kodda í afkima lónsins.
Við erum allar "ömmur" amma mín er (nánast) langalangamma, Myriam er amma og ég (nánast) amma :)
Töff ferðalangar og við skemmtum okkur gjörsamlega stórkostlega vel!
Mæli með svona flækingsferðum með óvæntum uppákomum hægri vinstri fyrir ömmur og unglinga á öllum aldri í öllu ásigkomulagi ;)
2 ummæli:
Maður ætti kannski að bjóða sig fram í gamalmennanudd? Það er allavega alveg inni í dæminu frá mínum bæjardyrum að fara styrkum höndum um þessa tilvonandi.
JESSSSS!!!
Þessi tilvonandi er sko meira en til í að láta fara um sig styrkum höndum.
Það verður þó að viðurkennast að hér og þar eru aumir blettir eftir meðferðina í bláa lóninu í gær og verður ömmuskinnið því að fara varlega í hellaskoðunarferð dagsins í Víðgelmi :)
Skrifa ummæli