Flugvélarterror og góðar móttökur á Loeven!
Við komumst heil á húfi til Dk.
Að vísu ósofin í sólarhring og öll okkar plön um að sofa vært í 3 tíma í fluginu fóru út um þúfur.
Flugvélin var leiguvél og líklega á hengiflugi þess að lenda í brotajárni.
Sætin voru þannig að þegar maður sat alveg í þeim bar höfuðið við loft og maður þurfti að halda sér í til að renna ekki úr þeim.
Það var ekki hægt að halla þeim aftur og við héngtum þarna stjörf af þreytu, geðvond og pirruð og borguðum svo 400 krónur fyrir vatnsglas og kaffibolla í þessari niðursuðudós!!!
Öþrþeytt og uppgefin skröngluðumst við upp úr lestinni á Hovedbanegaarden og eftir að hafa stútað smorrebrodsbakka og öli röltum við, með prinsinn hennar mömmu sinnar, á Loeven á Vesterbrogade.
Það var eins og að koma heim til mömmu!!!
Liv umfaðmaði okkur öll og knúsaði og þrumandi viskíröddin hennar var eins og englasöngur!!
Ohhhh how sweet!
Þessi sextuga norska hótelstýra og hóteleigandi, fyrrum sjóari og landshornaflakkari, missti heilsuna til sjóstarfa og stofnaði hótel Loeven í Kaupmannahöfn.
Þar gistum við alltaf þegar við erum í Köben ;9
Prinsinum hennar mömmu sinnar tókst að kaupa sér tvennar buxur, 4 boli, 1 peysu, 1 jakka, 3 nærbuxur, sundbuxur, stuttbuxur, hálsmen, armband, belti og sitthvað fleira í New Yorkers fyrir skitnar 18.000 krónur á útsölu og er hæstánægður.
Við enduðum kvöldið á að borða á Spring Garden og í lok máltíðar (sem tók ekki langan tíma því þarna er hlaðborð og við vorum svöng) lágu þeir Óli og prinsinn nánast fram á borðið.
Svefnleysi síðasta sólarhrings farið að segja til sín.
Við sváfum svo sæmilega. Umferðarhávaðinn var ansi mikill og við óvön enda sveitafólk ;9
Við erum á leiðinni í Dyrehavsbakken og ætlum að vera þar fram á kvöld.
P.s. við sáum Grím í gær!!!
Myndin er samt ekki af honum. Það var grúppa af indíánum að spila á Strikinu og þeir voru æðislegir!
1 ummæli:
Það er sól í Grafarvoginum nananananana, bið að heilsa Grími;)
Lesbían
Skrifa ummæli