laugardagur, 21. júlí 2007

Hvísl!

það heyrst varla í mér.
Fórum í morgun í Árbæjarsafn og ég nýtti mér gamla þekkingu mína á ýmsum sögum og atburðum tengdum húsum þar (frá dögum mínum sem fræðslustjóri Vinnuskólans) til að leika ýkt kláran guide!
Mér hefndist heldur betur fyrir.
Um það leiti sem við héldum á Jómfrúna var ég orðin þegjandi hás.
Gesturinn minn grátandi því hrollvekjandi lýsingar á fæðingum, barnsmorðum og öðrum morðum íslandssögunnar með leiknum tilþrifum og minni rámu skerandi hálsbólgurödd voru ekki beint huggulegar.
Ég ætti kannski frekar að leita mér að vinnu í Draugasafninu á Stokkseyri!
ÚHÚ´´´´´´´´´´Ú "Ískrandi hás"

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh ég vildi ég hefði verið með. Viltu leika svona fyrir mig líka á Árbæjarsafni?
Svo langt síðan ég hef farið og aldrei farið með svona flottum guide:D

Lessan

Nafnlaus sagði...

Þú ert ekki búin að blogga í 5 daga, fuss og svei!

L

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega ekki hægt að blogga svona þegjandi hás. Ég bóka mig hér með í þennan túr sem þið eruð að tala um.