Heimkoma!!!
Við komum heim um miðnættið.
Lesbían sótti okkur út á flugvöll og við brunuðum heim!
Þar beið eftir okkur brjálæðislega góður grænmetisréttur sem stúdentinn hafði eytt löngum stundum í að útbúa.
Í honum voru meðal annars nýrnabaunir sem lagðar höfðu verið í bleyti og soðnar eftir kúnstarinnar reglum eins og sagt var fyrir um í grænmetisbók Hagkaupa.
Í eftirrétt var einstaklega glæsileg heimabökuð súkkulaðiterta!
Stúdentinn glotti út í annað og sagði "ég vissi alveg að ég kann að elda, það hefur bara ekki verið þörf fyrir það hingað til".
Hún kippir í kynið það er sko víst!!
Ég er ofsalega stolt af framtíðarlækninum mínum og meistarakokknum!!
Við erum ÖLL með bullandi kvef og hálsbólgu!!!
Svona er að þvælast til útlanda og sulla í ískulda í Faarup!l
Snýýýt!!!
Homminn er vinsamlega beðinn að renna við hið fyrsta. Það var keypt viðbót við síðbúnu afmælisgjöfina hans í ferðinni!
1 ummæli:
Ég er á leiðinni
Skrifa ummæli