Ég leiðsögumaðurinn :)
Ég er að fara að prófa alveg nýtt hlutverk.
Eftir 45 mínútur eftir að hafa hoppað inn í bónus, mjólkurbúðina og uppáhaldsfiskbúðina mína er ég farin að sækja 69 ára gamla vinkonu mína frá Frakklandi út á völl.
Á morgun sýni ég henni Reykjavík, Tjörnina, miðbæinn og fer með hana á djasstónleika á Jómfrúnni.
Á sunnudaginn bláa lónið, Gullfoss, Geysi og Þingvelli.
Á mánudaginn Sauðarkrók, Hofsós og þarumkring.
Á þriðjudaginn Akureyri, lystigarðinn, sundlaugina, andapollinn og annað merkilegt. Ætla að bjóða henni út að borða á Bautann en þar fæst ansi góður svartfugl yfir sumartímann.
Spurning hvort Haugnesingar væru til í gesti? Hvernig ætli staðan sé með krækling þar um slóðir á þessu sumri!
Svo tekur Mývatnssveitin við, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi og síðast en ekki síst Aldeyjarfoss sem er innst inni í Bárðardal.
Ég er jú fræg fyrir frábæran hæfileika og áhuga á að aka þjóðvegi landsins á 80 km. hraða, með báðar hendur fastar á stýrinu og vel reist í sætinu!
Umferðin er HÆTTULEG!
Þið megið gjarnan biðja fyrir mér og Myriam Astier!
1 ummæli:
Þetta er flottasta ferðaplan sem ég hef séð, sérstaklega þetta með Bláa lónið og Gullna hringinn á sama degi, hehehehehehe þúrt snilli og ég elska þig!!!
Lessan
Skrifa ummæli