Ég er næstum orðlaus!
Í 24 stundum í dag á blaðsíðu 44 spjallar Kobrún Bergþórsdóttir um þáttinn "ertu skarpari en skólakrakki".
Þar segir hún "Skólaseta er til lítils enda eru skólar bara geymslustaðir".
Jæja já.
Hún segir líka: "Það sem skiptir máli lærir maður af bókum sem hægt er að lesa heima og af góðu fólki".
Og hvar eiga þá börnin að læra að lesa til að geta svo lesið allar þessar góðu bækur sem þau eiga að læra um lífið af?
Kolbrún hefði kannski orðið hið fullkomna foreldri og séð um að kenna börnunum sínum að lesa, reikna og skrifa. Æft þau í lestri og valið handa þeim góðar bækur, kennt þeim ljóð og sögur, hjálpað þeim að æfa sig í skrift og teikningu. Hún hefði eflaust orðið gífurlega flink í að kenna þeim heimilisfræði.
Vafalaust hefði hún sleppt því að setja sín börn í geymsluna ógurlegu þar sem heimtufrekir og dónalegir kennarar hanga yfir geymslubörnum án þess að hafa nein inngrip í uppeldi og uppfræðslu þeirra.
Hvað ætli hún eigi mörg börn?
3 ummæli:
Anda inn ... anda út og endurtakist eftir þörfum! (maður gleymir oft að anda þegar maður verður orðlaus). Spáðu í hvar ætti að geyma alla kennarana ef skólunum yrði lokað? Ekki endalaust hægt að hafa sól og mohitos, svona yfir veturinn allavega.
Ya mon, pían
Hva, er ekki kennurum bara stungið inn í skáp þegar þeir eru ekki að passa geymsludót?
Arrgggg ég er ekki bara næstum orðlaus, ég er orðlaus......................
Strípó
Skrifa ummæli