fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Ólafía er yndisleg :)

Meine deutche kaffimaskine er yndisleg.


Hún hefur hlotið nafnið Ólafía í höfuðið á karldurginum/heimilisþrifameistaranum og er nú annað mikilvægasta heimilistækið hér. Ég fékk líka þá dellu í hausinn 11 ára gömul að sannfæra alla um að ég héti í raun líka Ólafía. Á umslaginu með einkunnablaðinu mínu það árið stóð allt mitt langa nafn og svo Ólafía í endann föður mínum til undrunar :)


Blessunin hún Ólafía spýtti út úr sér án mikillar fyrirhafnar þessum yndislega tvöfalda latte með heslihnetusýrópi og nú er ég mikið að spá í að gleypa í mig eitt sett af verkjalyfjum og gera svo eitthvað.


Ég veit reyndar ekki hvað ég nákvæmlega ætti að gera.


Það þarf að endurvinna fataskápinn, hann er einfaldlega fullur af fötum sem pössuðu fyrir einhverjum árum svo að dulurnar sem passa núna eru í hrúgu á kommóðunni.


Á morgnana gref ég svo eitthvað úr þessari hrúgu en fataskápurinn er óopnaður flesta daga.


Ég veit líka að ég á nokkur pör af vettlingum sem leynast í hrúgunum í forstofunni og að það þarf að hafa vettlinga tiltæka í kuldanum.


Ég hef ákveðið að halla mér undir sæng meðan verkjatöflurnar taka til starfa og horfa á einn þátt af law and order criminal intent og velta því fyrir mér hvað ég geri á meðan.


Kannski er ég líka alls ekki nógu hress til að standa í svona stórræðum og ætti frekar að klára að mála strenginn í flókaskóm og heitum sloppi :) með latte í einari og pensil í hinari :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ólafía Kaffimaskína"..."er nú annað mikilvægasta heimilistækið hér" Ég gef mér, eiginlega meira út frá samhenginu en nokkru öðru að ÉG sé sem sagt búinn að ná þeim status að vera mikilvægasta heimilistækið...

Hmmm þetta er reyndar óskhyggja, ég er skíthræddur um að spanhelluborðið skipi fyrsta sætið... Það getur eldað sjálft, en mínir eldunartilburðið hafa hlotið óvægna gagnrýni í gegn um tíðina. Ef þetta er þannig í pottinn búið ætla ég að berjast við nöfnu mína um annað sætið... Það var klúður að hún skyldi kunna ensku, ég hefði verið ómetanlegur túlkur ef hún hefði verið með Þýskt viðmót, eins og virtist í upphafi.

Heimilisfræðinördinn sagði...

ég myndi fórna kaffivélinni og spaninu á undan þér elskan.
Vona bara að það komi aldrei til þess!!!!

Nafnlaus sagði...

Hjúkkedd!!!!