London er æði :)
Kom heim frá London á sunnudagseftirmiðdag.
Þetta var frábær lúxusferð.
Við sváfu, löbbuðum, borðuðum og versluðum smotterí.
Hittum skemmtilega félagsmálafrömuði frá Sheffield, áhugaverða leigubílstjóra og fórum út að borða með David Hasselhoff og Cindy Crawford.
Þrír veitingstaðir urðu fyrir valinu í þessari ferð.
Þeir eru allir þannig að það þarf að bóka borð með löngum fyrirvara og mánuði fyrir brottför pöntuðum við borð.
Allir þessir staðir stóðu undir væntingum og meira til.
Fifteen með einfaldan ítalskan Jamie Oliver útfærðan mat var gjörsamlega frábær.
El Gauchos á Piccadilly er ótrúlega glæsilega innréttaður staður og steikurnar bráðna upp í manni. Topp staður fyrir ekta El Toro aðdáendur :)
Síðast en ekki síst fórum við skrifstofustjórinn á stað sem af mörgum er talinn einn af bestu veitingastöðum í heimi, Nobu. Það var himnesk upplifun :)
Það er líka sérstaklega gaman að skoða bílana sem eru í röðum fyrir utan staðinn og hótelið en Nobu er á Metropolitan hótelinu og Hilton hótelið er svo næst við hliðina.
MMmmmm, ég er orðin svöng af að rifja þetta upp.
Á næstu dögum ætla ég að blogga um þessa veitingastaði í máli og myndum :)
4 ummæli:
Hæ Áslaug. Takk kærlega fyrir kveðjuna á blogginu mínu. það er ekki amalegt að fá svona komment ;o). London hljómar dásamlega. Þrátt fyrir að hafa búið með breta í 14 ár hef ég bara einu sinni komið til London. How weird is that!
Jæja mamma.. Þessi ferðasaga þín er farin að dragast ansi lengi...
Ferðin hljómaði nú ansi spennandi :)
Mmmm ég má til með að leggja í belg fyrst það er verið að telja upp topprestauranta veraldar... Var nefnilega í Stokkhólmi þegar Heimónördinn var að borða með Hasselhof og þaðanafmeiri stjörnum... Allavega býður Macdonalds nautbökurestaurantinn við járnbrautastöðina í Stokkhólmi upp á óborganlegan viðurgjörning... Ég ætla ekkert að fara út í smáatriði þarna fékk ég framborna dýrindisveislu fyrir tíkall sænskar!
Jóna, takk sömuleiðis. London er æði!
Auður, það er vesen með myndirnar. Um leið og það vesen er leyst kemur meira um ferðina.
Durgur! Þú og þín hamborgaramenning!
Skrifa ummæli