Súrar, þreyttar spekúleringar
Í kvöld er ég súr og mjög þreytt.
Það vill brenna við að mánudagar skili mér súrri í dagslok.
Þetta eru lang erfiðustu dagarnir í vinnunni minni og oft velti ég því fyrir mér á mánudagskvöldum að finna mér annað starf.
Oftast gleymi ég þessu svo þegar líður á vikuna því mánudagar eru allra erfiðustu dagarnir í vinnunni. Á þriðjudögum er þetta skárra og svo birtir upp á miðvikudögum og á lengsta og líkamlega erfiðasta deginum, fimmtudegi, er ég brosandi út að eyrum.
Föstudagar eru tiltölulega stuttir og byrja yndislega vel með snilldarlegum fjórðubekkingum svo ég er oftast sátt við starfið mitt yfir helgar.
Svo koma þessir mánudagar!
Ég vildi óska að það væri hægt að stroka mánudaga út úr tilverunni og skjótast beint yfir á þriðjudaga!
Ég ætla að fleygja mér, eins og pandan uppi í horninu gerir, flatri á fleka (minn er hvítur með þykkum púðum).
Brosa út í annað því það er jú þriðjudagur á morgun og ekki mánudagur aftur fyrr en eftir tvær vikur!!!! Vetrarfrí og London alveg að skella yfir!
Always look on the bright side of life *Glott*
2 ummæli:
Ég sé ekki betur en þessi panda sé fullkomlega sátt við lífið, liggjandi þarna eins og skata...
Vittu til, svona verður þú eftir nokkra daga :)
Hey, ég vil fá svæsnar sögur frá útlöndum! Á ekkert að blogga í London?
Strípó
Skrifa ummæli