Þegar amma var ung
voru tímarnir aðrir en þeir eru í dag.
Það var málað og breytt á MARGRA ára fresti eða aldrei.
Sama sófasettið notað þangað til næsti ættliður erfði það.
Það var alltaf tekið til, skúrað, þveginn þvottur og ryksugað á laugardögum (ekki alla daga vikunnar).
Þar utan var bara vaskað upp eftir kvöldmatinn og eldhúsgólfið sópað.
Vikan leið og allt var rútína.
Yndislegt.
Amma kom heim úr vinnunni á sama tíma á hverjum degi.
Oft rölti hún við í kjörbúðinni, kom heim, fékk sér kaffi og las blöð og byrjaði svo að elda kvöldmatinn.
Á morgnana á virkum dögum vaknaði ég við kaffiilm og ilminn af ristuðu brauði.
Um helgar við suðið í ryksugunni.
Það var allt svo rólegt og pottþétt hjá ömmu.
Amma fór aldrei í ræktina, hún bara gekk í vinnuna og úr henni, tók strætó í miðbæinn einstöku sinnum ef þurfti að versla eitthvað sérstakt, skó eða kjólefni.
Amma hafði tíma til að draga andann!
Hvað gerðist?
Í dag vinna allir fram eftir öllu, fara svo í leikfimi, hendast um hálfa Rvík að finna þetta eða hitt sem þarf í þennan eða hinn réttinn, fara á snyrtistofu í lit og plokk, á hárgreiðslustofur í klipp og stríp, kaupa þennan eða hinn óþarfann og eru svo þrífandi alla vikuna, málandi skiptandi um innbússtíl og svona frameftir götunum.
Það er aldrei neinn tími!!!!
Er furða að unga fólkið okkar sé agalaust og týnt í tilverunni.
Það er týnt! Allir sem ættu að finna það eru týndir!
Að minnsta kosti eftir skóla.
Kennararnir eru jú ennþá á sínum stað þótt þeir megi í dag varla anda á englana litlu sem mamma og pabbi hafa engan tíma til að anda á svo kennarnir þurfi þess ekki.
Hana nú!
Hægjum nú aðeins á, lækkum viðmiðin, nýtum húsgögnin lengur, leyfum málningunni að gulna áður en við málum yfir, eldum grjónagraut (ja eða hafragraut) og verum til staðar!
Við verðum ekkert hamingjusamari á þessari fjandans fart og þetta brjálaða lífsgæðakapphlaup snýst ekkert um raunveruleg lífsgæði!
Stoppum nógu lengi til að gefa okkur tíma til að njóta!
7 ummæli:
Heyr heyr!!!!
Takk fyrir hafragrautinn í gær ;)
Strípó
Hmm, hver var nú aftur að fá sér nýja potta um daginn???
Hómó
Ég var líka bara að setja í annan gír í gær!!
Svo VARÐ ég að skipta um potta!
Hin eldavélin var ÓNÝT!!! og venjulegir pottar virkuðu ekki á nýju ORKUSPARANDI vélina!
Ég er svo hjartanlega sammála þér með þetta allt saman. Ég þurfti að flytja til Danmerkur til að gíra mig niður.
Úps
Kveðja Steffí
Ég verð bráðum svona eins og amman! Bara vegna þess að ég höndla ekki stressið lengur:)
Það er meira en að segja það að láta stressið ekki ná manni.
Kröfurnar eru endalausar í þessu þjóðfélagi.
Ég var í kaffi á sunnudaginn hjá fólki sem er með svo snyrtilega geymslu að það er hægt að sýna hana eins og stássstofuna!
Fór heim með stresshnút í maganum og hugsaði um mína geymslu sem þarf hlífðarbúnað (högghlífar við fallandi drasli)!
En ég SKAL láta hana vera svona þangað til ég hef ekkert þarfara að gera við dýrmætan slökunartíma minn :)
Skrifa ummæli