mánudagur, 22. október 2007

Sumir dagar!

Sumir dagar eru svo ömurlegir að maður ætti ekki að fara á fætur.
Ekki að tala við nokkurn lifandi mann.
Ekki svara í símann.
Ekki vera í návist nokkurrar lifandi manneskju.
Þessi dagur er búinn að vera þannig dagur í mínu lífi.
Á svona dögum fara karlmenn (fullorðnir karlmenn ekki börn) svo í pirrurnar á mér að ég myndi lúskra á þeim ef ég byggi ekki yfir óendanlegri sjálfsstjórn.
Ég fer heim á eftir og þarf að feisa einn kk ungling og einn FULLVAXINN karlmann!

Er að spá í að beila á því og fara eitthvert annað!!

Ég treysti ekki sjálfri mér!!

Engin ummæli: