mánudagur, 22. október 2007

Vinnudjamm, pottasull, matarklúbbur, kokkteill og barnfóstrustörf

Jæja, skapvonskan er aðeins að láta undan síga.
Helgin var virkilega lífleg.
Á föstudagskvöldið fór ég með karldurginum í vinnupartí heima hjá öðrum vinnuveitanda hans. Það var matur, virkilega virkilega góður matur, dans, fjör og hraustustu djammararnir enduðu í pottinum.
Durgurinn lenti í pottinum, óvart, í öllum fötum.
Hann var sérlega smart í lánsíþróttafatnaði, berfættur með blautu fötin í poka þegar við fórum heim um hálf tvö leitið.

Daginn eftir þreif sundkappinn heimilið meðan ég fór og fékk nýjar neglur hjá tilvonandi brúði sem ég ætla að veisluskipuleggja fyrir.

Um kvöldið var svo matarklúbbur. Sonurinn, tengdadóttirin, ömmustrákur, tengdaforeldrar sonarins og mágkona eru í þessum klúbbi.
Tengdaforeldrarnir færðu mér gjöf. Ofan á pakkanum trónaði hænuegg sem á var ritað "til hamingju með fjöreggið, kveðja fúleggin.
Ég get ekki sagt hvað var í pakkanum en það er egglaga, blátt með fjarstýringu og það suðar í því! Húmorinn í lagi hjá tengdó sonarins :)

Fordrykkurinn var hinn norðlenski bleiki fíll. Besti kokkteill sem ég hef smakkað.
Það var geggjuð humar/sjávarréttasúpa og chablis í forrétt (tengdóin)
Innbakaður íslenskur lax með peru og eplamauki á salatbeði með matsuhisa dressingu í aðalrétt, rósavín og bolla pinot grigio í aðalrétt (man ekki hvað rósavínið hét) (Nördinn og karldurgurinn)
Og svo var rosalega góð heit súkkulaðikaka með jarðaberjum og rjóma og púrtvíni í eftirrétt (sonurinn og tengdadóttirin)


Ég ætla að setja inn kokkteil uppskriftina því ég hef hvergi séð þennan kokkteil nema á Akureyri á stað sem er löngu horfinn og gleymdur en var einn af fyrstu pizzastöðunum sem opnuðu fyrir norðan. Hann var ekki svona en kókosáfengið sem var notað í upprunalegu útgáfuna er hætt að fást.

rétt rúmlega 1faldur baccardi coconut (fæst í fríhöfninni og hægt að sérpanta í Heiðrúnu)
1 faldur appelsínusafi
1 faldur ananassafi
1/2 faldur rjómi (má nota matreiðslurjóma)
dash grenadine
dash sítrónusafi.
Hellingur af ísmolum og hrista hraustlega.
Þetta bragðast eins og einhver hrikalega góður ís :)

Á sunnudaginn var Strípalingurinn að sinna barnfóstrustörfum og kíkti með "krílið". Ég var svo heppin að eiga stútglas ;)

Svei mér ef ég er ekki bara komin í ágætis skap ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöfull á ég eftir að hefna mín á þér þarna p.... þín!!! Ég er viss um að litla/stóra "krílið" kemur ekki með mér aftur í "kaffi" til ykkar.

Huxi hux.........múhahahaha

Strípalingurinn (á kafi í "barnfóstrustörfum" þessa dagana)