föstudagur, 19. október 2007

Málþing KHÍ

Ég fór á málþingið í gær.
Vilborg Dagbjartsdóttir flutti opnunarræðu. Hún talaði um hvers vegna hún varð kennari og í lokin stóð troðfullur salurinn upp og klappaði henni lof í lófa af mikilli virðingu.
Mér finnst hún alveg stórkostleg og ég held að kennarar sem kenna af jafn mikilli ástríðu og hún séu mikill fengur fyrir börn og unglinga landsins.
Hún er hætt að kenna vegna aldurs en ég veit að það eru til fleiri kennarar eins og hún.
Ennþá

Engin ummæli: