Fjöreggið
Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra. afhenti í dag Fjöreggið sem veitt er af MNÍ, félagi Matvæla-og næringarfræðinga og samtökum iðnaðarins.
Það var heimilisfræðinördinn sem tók við egginu :)
Það situr núna vel varðveitt á hillu í nýju borðstofunni minni :)
Þetta er ofsalega fallegt blátt postulínsegg á glerfæti.

Ég verð afar fjörug næstu daga, vikur og mánuði!
Kv.
Nördinn :)
12 ummæli:
Til hamingju með þetta :-)
kv Nágranni
Herbergi er bara byrjunin. Bráðum verður þörf á heilu húsi eingöngu fyrir mat og verðlaun.
Til hamingju með þennan frábæra árangur.
Svo tekurðu þig líka vel út í sjónvarpi.
Kv. þinn besti vinur Hómó
Innilega til hamingju með þetta :)
kv. Verkalýðsfrömuðurinn
Til hamingju elsku Áslaug okkar! Þú áttir þetta svo sannarlega skilið.
Þínir vinir í Hraunbænum, Vegagerðamaðurinn og Framhaldsskólakennarinn
Þetta er alveg æðislegt hjá þér, elsku mamma! Við erum svo stolltar af þér, með tárin í augunum eftir fréttirnar!
Get samt ekki sagt ég hafi ekki verið VISS um að þú ynnir þetta ;)
P.s. mamma hins doktorsnemans biður kærlega að heilsa og skilar innilegum hamingjukveðjum.
Og þetta er líka ekkert smá flott egg!
Til hamingju með eggið þitt elskan mín.Þú varst flott í sjónvarpinu.Er enn með tárin í augunum og ákaflega stolt af þér.Kveðja frá mömmu
Elsku besta vinkona, þú ert bara snillingur og ég vissi allan tímann að þú fengir þetta feikna fjöruga egg. Ég er alveg þvílíkt stolt af þér. Þú ert æði og mega!!!!
Kveðja (ég veit ekki alveg hvað ég heiti núna: Lesbían, hjóladrottningin, Strípalingurinn eða??)
Takk kæri nágranni.
Hómó, ég byrja að leggja í sjóð.
Verkalýðsfrömuðurinn, það verður te í boði í verðlauna og matarhúsinu.
Vegagerðarmaðurinn og framhaldsskólakennarinn, takk :)
Doktorsnemarnir mínir, takk takk :)
Takk mamma :9
Og takk kæri STRÍPALINGUR! þú þarft að afreka eitthvað ansi spes til að skipta strípónum út :)
Frábært hjá þér Áslaug, innilega til hamingju með viðurkenninguna. Þú átt hana svo sannarlega skilið, enda hæfileikarík með eindæmum og dugleg eftir því.
Kveðja frá Imbu, Jón Þór og Þórði Frey
Gratjú með þessa verðskulduðu viðurkenníngu.
Seg mér, er egg þetta nokkuð brúklegt á einhvern hátt, varla sem matur, en eða þá skemmtigripur ?
S.
Takk Imba, Jón Þór og Þórður Freyr :)
Steini minn þú verður bara að koma og tékka á egginu sjálfur!
Knús á familíuna þína :)
Óska þér innilega til hamingju elsku Áslaug mín, ég er svo hreykin og stollt af henni litlu frænku minni, en hún á þetta svo sannarlega skilið. Ég hef alltaf sagt að þú ert kennari af guðs náð, enda elska unglingarnir þig í botn
Knús elskan mín,
Lalla, stóra frænka :)
Skrifa ummæli