föstudagur, 12. október 2007

Ræs n´ curry!

Ég skar, saxaði, mældi, skar meira, muldi og kreisti í 5 rétta indverska veislu í kvöld.

Á matseðlinum var tandoori kjúklingabringur, tandoori baunabuff, Chana Peshawari (kjúklingabaunir í cumin, garam masala ofl.), Kerala grænmetiskássa, Subsi (indverskt grænmeti með engifer, kóríander og hvítlauk), hýðishrísgrjón og naan brauð með kókos, garam masala og hvítlauk, raita og chutney úr rabbabara og döðlum.

Doktorsnemarnir voru í mat og Soffía, mamma hennar Helenu sem er vinkona doktorsnemanna og systir Helenu líka. Þær eru aðdáendur indverskrar matargerðar :)

Þetta var alveg einstaklega gott og ég skemmti mér konunglega í eldhúsinu mínu með alla potta og pönnur hússins í gangi í einu.

Það er eitthvað sérlega afslappandi við að skera niður grænmeti og mæla krydd.
Ilmurinn umlykur sálina og hlátur og ánægjuhljóð við matarborðið hlýja enn meira.

Ég anga eins og indverskur kryddmarkaður!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og þetta var líka besti matur sem smakkast hefur í leeeengri tíma, eða allt frá því ég kom síðast í mat!

Hvað segirðu, er ég ekki aftur í mat á morgun? :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Fjöreggið, mín kæra!! Átt það skilið og áttir það skilið oft áður...

xxx Kitta

Nafnlaus sagði...

Oh, vildi að ég hefði komið... Hljómar svaaaka vel :) En æj, ég er búin að gleyma nafninu mínu... :( Hvað var það aftur?? Og til hamingju með Fjöreggið!!! Ég var að lesa um þig á mbl.is :Þ Geggjað!! Hlakka til að sjá það, það fer væntanlega inn í eina herbergið í húsinu sem er bara til þess að borða í...? Hehe :D

Nafnlaus sagði...

Loksins kom skýringin! Ég var sko alls ekki hættur að hrista hausinn yfir þessu einnotaherbergi... Nú skil ég allt.

Sjáiði fyrir ykkur að Mjólkursamsalan, Fylgifiskar, Móðir Náttúra og Ávaxtabíllinn hefðu stungið sjálfu Fjöregginu inní kompu eða oní skjalahirslu. Onei! Auðvitað innréttaði Heimónördinn sérstakt Fjörherbergi! Eggið fína verður sko ekki látið líða fyrir að hafa misst af þessum flottu stórfyrirtækjum!

Ég er farinn... Athuga með ljóskastara... Þessi sem Yoko setti upp vísar ekki alveg rétt!

Heimilisfræðinördinn sagði...

Takk fyrir öll sömul.
Það voru frábærir aðilar sem voru tilnefndir til Fjöreggsins og öll jafn vel að þessu komin og ég!
Mér finnst mikill heiður að vera Fjöreggshafinn 2007.
Takk fyrir mig!

Heimilisfræðinördinn sagði...

Sunnvea DÍVAN!!