miðvikudagur, 3. október 2007

Kaffi er svínslega hættulegt (h)eldri konum ;)

Heilinn í mér er eiginlega hættur að virka af nokkru viti.



Dagurinn er búinn að vera gífurlega áreynsla fyrir þetta viðkvæma líffæri.


Enda ríkir óþægilegur doði og ég man stundum ekki hvað ég ætlaði að segja eða var byrjuð að segja.........


....... í miðri setningu!




Það er of mikið að semja og skipuleggja námsvísa með all the trimmings fyrir 4 árganga plús að búa til 2 stóra fyrirlestra (Power point MEÐ MYNDUM!!) á sama deginum.


Auk einhverra foreldraviðtala, samstarfsmannaviðtala, reddingum, snúingum og SVEFNLEYSI!




Ég held samt að aðal ástæða þessarar gífurlega þreytu í hausnum (lesist heilanum) sé einfaldlega sú að ég fékk mér kaffi í gærkvöldi!


Ætlaði aaaaaaldrei að ná að sofna.




Miðaldra ömmur eiga ALDREI að drekka kaffi á kvöldin NEMA þær megi sofa út daginn eftir!!! Ja eða þurfi ekki að gera nokkurn skapaðan hlut daginn eftir kaffidrykkuna sem krefst hugsunar!

Engin ummæli: