Kjöt í kálhaus!
Við borðuðum í kvöld í annað sinn á nokkrum dögum nýstárlega útgáfu af kjöti í kálhaus.
Þetta er afspyrnugott, hollt og gaman að borða. Karldurgurinn, unglingurinn og ég, öll jafn hrifin ;)
Tekur líka mjög stuttan tíma að búa til.
Hér er uppskriftin!
Kjöt í kálhaus með austrænu ívafi ;)
½ laukur
1 lítið rautt chilli
3 sm. ferskt engifer
1 stórt. hvítlauksrif
3 msk. soya
2 msk. fiskisósa
1 msk. Agave síróp eða púðursykur
1 tsk. Sesamolía
Saxa lauk, chillí og hvítlauk fínt.
Rífa engiferið smátt á rifjárni.
Skella öllu í wok pönnu á háum hita.
Láta rétt svitna í gegn og hella þá hakkinu yfir.
Svissa hakkið og bæta soya, fiskisósu, agave sýrópi og sesamolíu út á.
Bera fram með þessu:
Jöklasalati
Smátt söxuðu chillí
Skáskornum vorlauk
Fersku kóríander
Baunaspírum
Sweet chilisauce eða önnur góð austurlensk sósa í flösku.
Losið jöklasalatið sundur þannig að það myndi hálfgerðar kálskálar.
Moka hakki í og raða svo hinu dótinu ofan á.
Skella sósu eftir smekk með og vefja kálinu saman þannig að þetta verði eins og grófar kínarúllur.
Borða með fingrunum!
Þetta er svo gott að það er engu lagi líkt og það tekur enga stund að útbúa þetta!
Ef einhver prófar, þá endilega segið mér hvernig ykkur fannst. Það má auka eða minnka allt sem sett er í hakkið en það má ALLS EKKI sleppa fiskisósunni (Thai choice eða eitthvað svipað).
3 ummæli:
Ef ég væri með aðganginn að síðunni þinni myndi ég skrifa færslu um algjört Ossobucco-flopp:)
Maturinn óætur, salatið slepjulegt og annað meðlæti brimsalt af því að kokkurinn kann ekki að krydda!!!!!
Bara til að skemmileggja í smástund... mér liði betur með mína eldamennsku híhíhí
Osso Buccoið heppnaðist reyndar ágætlega.
Risotto ala milanese eftir uppskrift Nönnu Rögnvaldar heppnaðist enn betur.
Skemmtileggjarinn þinn! ég er viss um að þú ert fínasti kokkur!
Grunar nú að það hafi heppnast rúmlega ágætlega! :)
Ég ágætur kokkur....hmmm ....rámar amk ekki í að hafa drepið neinn. Bara orðið svo langt síðan síðast :) Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt
Skrifa ummæli