sunnudagur, 7. október 2007

Ennþá södd!

Við karldurgurinn fórum í mat til Þorleifs, Nadine, Einars, Esterar og Dimmu í gærkvöldi og átum gjörsamlega yfir okkur.
Það var hörpuskel í forrétt og brjálæðislega góður indverskur kjúklingaréttur og naan brauð í aðalrétt (ég er með uppskriftina í farteskinu).
Súkkulaðiterta í eftirrétt og við borðuðum þangað til við gátum varla hreyft okkur eða talað.
Blóðstreymið yfirgaf heilann og erfiðaði allt við meltinguna og við sátum dofin og andstutt á kjaftatörn í nokkra tíma þangað til óbleikur taxi ók okkur heim.
Ég held svei mér að ég sé ennþá södd!

Svo er okkur boðið í kaffi til bróður karldurgsins í dag!

Og ég sem á að vera í átaki!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skamm skamm

Strípó