sunnudagur, 18. nóvember 2007

Helgrýtis heilsuleysi :(

Þessi helgi er að verða búin.
Ég er búin að eyða henni í rúminu og sófanum til skiptis fyrir utan stutta búðarferð í hávaðaroki í gær og smá kíkk til tengdó í dag.
Tengdamóðir mín er skelegg og kröftug kella sem hefur skoðanir.
Hún er ákaflega pólitísk og aðdáandi Villa góða eins og hún kallar hann.
Hana dreymir um að hreyfa við fólki með bloggsíðu en tölvukunnáttuna vantar til að hún komi blogginu í gang.
Ég benti henni á að finna sér framhaldsskólanema sem ritara og skella bloggi í gang.
Ég hef fulla trú á að valkyrjan drífi í þessu og mun linka á bloggið hennar um leið og það kemst í gang.
Þar á eftir að verða heitt í kolunum :)
Ég hinsvegar er skriðin aftur upp í rúm í félagsskap örvæntingarfullra húsmæðra á meðan karldurgurinn skúrar gólfin.
Hann er nefnilega "húsfaðirinn" á þessu heimili.
Ég er kokkurinn og folaldasnitselið þarf ekki að fara á pönnuna fyrr en eftir 20 mínútur :)
Lifið heil og haldið í heilsuna!

Engin ummæli: