fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Meine deutsche kaffemaschine

Í gærkvöldi skreið ég heim með hita, beinverki, hausverk og almennan pirring.
Í fanginu var ég með risavaxna þýskumælandi kaffivél, alsjálvirka og 345 bls. leiðbeiningabækling á öllum þeim sjö tungumálum sem maskínan átti að tala.

Hún var ófáanleg til að tala við mig annað en þýsku.

Eftir langa mæðu, langan lestur, mikið bras, japl, jaml og fuður tókst mér að kenna maskínunni að brúka ensku.

Svo kom ég henni í gang og bjó til endalausa latte með froðutoppi og heslihnetusýrópi.

Ég var fimm sinnum næstum sest hágrátandi á gólfið í öllum mínum slappleika meðan á þýskumælandi stríðinu stóð.

Karldurgurinn birtist akkúrat þegar stríðinu við kaffimaskínuna lauk með sigri mínum.

Ég var með hitasóttargljáa í kinnum, móð, ör, pirruð með grátstafinn í kverkunum. Samt bjó ég til handa honum þetta dýrindis Davinci kaffi og viðbrögðin voru "hva? er ekkert munstur í froðunni"!

Ég missti mig og hélt yfir honum þvílíka ræðu að strípalingurinn sem sat og sötraði úr sínum bolla á móti honum lýsti því yfir að hún eiginlega vorkenndi honum! (hún kvartaði líka yfir munsturleysi og sagðist vilja fá hjarta!!!)
Ég var að því komin að henda vélinn í þau!

Vanþakklátu kvikindi!

Ekki reyndu þau í eina sekúndu að tjónka við vélina, það var ég, litla VEIKA gula hænan sem gerði það. Tengdi, las, sló inn, las aftur, sló aftur inn, las, kveikti, slökkti, gufaði, las meira, slökkti, kveikti, ýtti á fleiri takka, fylllti á vatn og baunahólf og kom svo öllu í gang, froðaði, mældi og ýtti á takka og færði þessum freku dekurdýrum nýlagað ilmandi froðukaffi með sýrópi!

Næst ætla ég að gefa þeim hitaveituvatn með kaffikorg!
It serves them right!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahha... frábært

Nafnlaus sagði...

Scheize. Þú hefðir bara átt að sprauta bleki ofan á froðuna. "Hana, þarna hafið þið munstur."
hómó

Nafnlaus sagði...

Núnúnú.. ég sem hélt að ég hefði svo fengið þetta svaka fína alvöru BLEKsterkt kaffi þegar ég kom daginn eftir... og með svona líka fallega litaðri froðu :|
... það var jú eitthvað bogið við það...

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að koma nokkrum sinnum í kaffi síðan þessi 500 kg kaffihúsavél kom inn á heimilið og hef ekki enn fengið mynstur í kaffið mitt. Ég vil fá mynstur í kaffið mitt!!!!!!!!

Strípó

Nafnlaus sagði...

............og hey, ekki segja að ég hafi ekki gert neitt. Ég bauðst til þess að hringja í vin minn í Þýskalandi og láta hann lóðsa okkur í gegnum þetta.....hann hlýtur að vera jafn fær í kaffivélum og Rammstein textum..........en þú þáðir ekki það höfðinglega boð mitt........ekkert nema þrjóskan!

Strípó

Heimilisfræðinördinn sagði...

Ofdekraða frekju strípalingsfyrirbæri!
Mátt þakka fyrir að fá VATN næst!

Nafnlaus sagði...

Samúð mín er öll með strípó & kalluglunni.

Allt sem að er með takka átt þú alltaf að láta til friðs...

Þú, kolagryfja, sleif,,,

Já..