Silfursmjörkúpa!
Mig langar sjúklega í silfursmjörkúlu til að bera smjör á borð í.
Þegar ég er með "fín" matarboð nota ég hvítt stell, silfrað og glitrandi borðskraut, silfurdiska undir vínflöskur, dropavara úr silfri, hnífapör úr fínasta stáli (eða silfri í eigu karldurgsins) og fallega silfraða og glitrandi servétturhingi, silfur "cheeky tongue" kúlu með skeið fyrir Maldon salt og bráðvantar geggjaða silfurkúpu eða kúlu.
Helst alveg eins og tengdamamma á!
Hennar er úr silfurpletti á fótum, kúpa yfir og maður rennir ofan af henni til hálfs og þá er glerbakki undir smjör undir.
Brjálæðislega flott en fæst hvergi!
Ef einhver sem ég þekki finnur eitthvað svona, bilað fallegt, plain, eða skreytt silfur eða stál ílát á fótum eða án fóta, gamaldags eða framúrstefnulegt ílát til að bera fram smjör í MUNIÐI ÞÁ EFTIR MÉR!
Ég borga gripinn að sjálfsögðu!
2 ummæli:
Ég kýs að lýsa frekar yfir fáfræði frekar en sannindum, enda þekkt að ég er ekki fínboðshæfur.
Pifft!
Það er nú hægara sagt en gert að bjóða Dreifbýlistúttum í fínboð!
Ekki eins og þið skjótist þetta á innan við 0.5 tímunum!
Skrifa ummæli