Til hamingju með afmælið!
Rétt fyrir fimm í morgun hringdi vekjaraklukkan hans Gudda litla í gríð og erg.
Ég staulaðist fram og slökkti á garganinu.
Held að Guddi hafi ekki vaknað við hana þótt hún sé hávær.
Þegar ég skreið aftur upp í rúm fékk ég hlýtt og innilegt bjarnarfaðmlag frá mjög svefndrukknum bifvélavirkja sem með ákaflega hlýrri og ástríkri röddu sagði "Til hamingju með afmælið ástin mín"!!
Við fengum bæði svæsið hláturskast!
Hann æddi svo hálfa leið á fætur þangað til hann áttaði sig á því að klukkan var bara FIMM!
Mín beið svo sms þegar ég vaknaði rúmlega átta.
"ég er að fara í morgunmat" Frá Gudda the Deutchsman ;)
1 ummæli:
Já sæll. Ég skildi ekki helminginn af þessari sögu... En þetta er fyndið :)
Skrifa ummæli