Brjáluð gleði!
Eftir setningu blúshátíðar í dag þar sem Ásgeir trommuleikari var valinn blúsmaður ársins spilaði Margrét Guðrúnardóttir og bandið hans pabba. Svaka söngkona og ekki síðri lagahöfundur.
Svo tróðu Jolly Jumper og Big Moe upp og það var alveg sérkapítuli af norrænum blús í ótrúlega skemmtilegri og lifandi útfærslu. Frábærir sprellarar og þvílíkt skemmtilegir tónlistarmenn.
Svo kom að toppi kvöldsins sem varð svo magnaður að það sló allt út sem ég hef upplifað í tónlist.
Ég var gjörsamlega búin að gleyma umhverfinu og brosti eins og alsæll fáráðlingur, bláedrú og dillaði mér í hreinu algleymi!
Þvílíkt band og þvílík endasessjón!!!
Magic Slim and the Teardrops eru svo skemmtilegt og litríkt band að dauður maður myndi brosa og dilla sér.
Í restina voru Deitra Farr (syngjandi), Jolly jumper (munnharpa og syngjandi líka), Dóri Braga (gítar og syngjandi líka) komin öll á sviðið með Magic og tárdropunum og þau tóku lokaatriði sem skilaði mér skælbrosandi og alsælli heim og nú er annar diskurinn með þeim í tækinu og ég brosi ennþá út að eyrum!
Ég hlakka ekkert smá til á morgun en helst vildi ég bara fá sömu flytjendur aftur. Ef næsta kvöld toppar þetta þá ét ég hattinn minn!
Thats´s blues my friends!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli