þriðjudagur, 25. mars 2008

Páskafríið búið

Nú er páskafríið að baki og í morgun var starfsdagur.
Ég gafst upp rétt fyrir hádegi. Var með þvílíka Fríðu frænku verki að ég meikaði hvorki að sitja né standa.
Skjálfandi af kulda og helslöpp skreið ég upp í sófann með þykka sæng og 2 íbúfen innbyrðis.
Steinsofnaði yfir criminal minds þætti og svaf eins og steinn til hálfsex.
Ég er ennþá þreytt og slöpp en frænkan er á undanhaldi með sitt vesen!
Hells Kitchen er að byrja og ég ætla sko að fylgjast með þessari seríu sem er víst major skemmtilegt efni fyrir heimónörd eins og mig!
Við Guddi steiktum afang af nautalund frá páskadegi í kvöldmatinn og þúsund bjartar sólir barst mér í pósti í dag svo ég er í góðum málum undir sæng á eftir :9
Lifið heil og njótið hvers dags eins og hann sé sá síðasti!

Engin ummæli: