þriðjudagur, 18. mars 2008

Elskan hún amma mín

Amma mín kom til okkar í dag og litli ömmustrákurinn minn, langa-langömmustrákurinn hennar kom í heimsókn með foreldrum sínum.
Þau voru svo sæt saman að það var ótrúlegt.
Amma mín er nefnilega ein sú allra fallegasta kona sem ég þekki og líka ein sú besta og skemmtilegasta.
Við horfðum svo saman á Idolið undir teppi í sófanum áður en ég keyrði hana heim til sonar síns þar sem hún gisti í nótt.
Það er nefnilega slegist um hana ömmu þegar hún heimsækir höfuðborgina.
Ammar orðin ansi flink með gemsann sinn og alveg farin að átta sig á að hann er að hringja þegar hringt er í hana.......................... svona um það bil í tíundu hringingu.
Þá byrjar hún að leita í töskunni sinni.
Leita að gleraugnahulstrinu sem hún geymir símann í.
DJÚPU, aflöngu gleraugnahulstri!
Lexía dagsins er, ef þið hringið í hana ömmu mína þá verðið þið að minnsta kosti að láta hringja út einu sinni.
Og haldið símanum svolítið langt frá eyranu því amma svarar HÁTT og snjallt!
;)

Engin ummæli: