Iðnaðarmaður í óskilum!
Við Guddi minn erum að þrífa!
Sængurnar hanga úti í viðringu með öllum koddum og þvottavélin gengur á yfirsnúningi.
Ég vona að það sé ekki einhver forspá um bilun í henni að í mig hringdi maður áðan og sagðist vera að koma að laga þvottavélina!
Ég sagði að hún væri nú í fullum gangi, óbiluð og yrði það vonandi áfram.
Sá sem sendi mér þennan viðgerðarmann ætti frekar að senda mér pípara til að koma handklæðaofninum á baðinu upp. Ofninn hefur beðið í kassanum eftir því að komast á vegginn í 2 ár en ég skal koma honum í notkun fyrir sumarið svo ég geti hengt upp bikiní og sundboli eftir endalaus sólböð og sundferðir sem bíða mín í sól og sumaryl!
Áfram með smjörið, við Guddi verðum að halda áfram páskaþrifunum því ég er að fara á setningu blúshátíðar klukkan fimm og þá verður allt að vera spikk og span!
Njótið lífsins!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli