Hættulegar tröppur og hættulega fyndið hættuspil!
Lokakvöld blúshátíðar var frábært eins og hin kvöldin tvö. Andrea Gylfa var æði, böndin frábær og Deitra Farr algjörlega yndisleg!
Á eftir var ég bílstjóri fyrir vinina og haldið var í partý til blúsdrottningarinnar þar sem ég og aðrir þurftu að standa í áhættuatriðum til að komast inn.
Blúsdrottingin og spúsi hennar eru að skipta um tröppur og það var bara einn hár og riðandi trékassi í stað tröppu. Kassinn náði sirka miðja vegu upp að hurðinni sem var hátt uppi á húsvegg og eftir að gestum tókst að koma sér upp á kassann tók styrk hendi trommuleikara við og hífði gesti restina ef leiðinni.
Ef engin önnur leið hefði verið út hefðu húsráðendur setið uppi með mig (hefði aldrei þorað sömu leið niður aftur) framyfir páska en það var svo hægt að fara niður í kjallara og komast þar tiltölulega hættulaust út. Ferlega sætt og krúttlegt hús ;)
Framhaldsskólakennarinn var víst í partínu framundir morgun í miklu fjöri en ég kom mér heim í bælið um þrjú leitið.
Í morgun fórum við Guddi litli svo í bílferð á skagann að heimsækja litlu systir með flakkara í farteskinu sem hún er að hlaða á endalausu magni af skemmtiefni fyrir okkur. Við erum í góðum málum með svona tæknifræðing í familíunni ;)
Kvöldið er svo búið að vera stórkostlegt svo ekki sé meira sagt.
Við Guddi minn fórum í mat til Kiddu jesúbarns, litla jesústráksins hennar og Stóra Palla og Strípó og sonur, hennar kvennaljóminn mættu líka. Ég eldaði villisveppasúpu og brauð með trufflukeim, Jesúbarnið gerði hamborgarhrygg með brjálæðislega góðri sósu og Strípó gerði hrikalega góðan toblerone ís. Við átum á okkur gat og byrjuðum svo að spila hættuspilið rétt fyrir átta.
Þvílíkt fjör og þvílík læti! Nú halda allir nágrannar Jesúbarnsins að hún sé dottin í það með stæl. Öskrin í okkur heyrðust örugglega um allt hverfi! Ég NEITA að detta í það AFTUR og HVENÆR KEMST ÉG EIGINLEGA Á VOG!" var hrópað hástöfum reglulega í spilinu. "ÞEGI ÞÚ, ÞÚ ERT SVO FULLUR AÐ ÞÚ VEIST EKKERT HVAÐ ÞÚ ERT AÐ GERA!"
Sumir svindluðu meira en aðrir og bundust svívirðilegum vináttuböndum í spilinu og lögðu allt undir til að hjálpa hverju öðrum og lúskra á hinum (jafnvel eigin fjölskyldumeðlimum) og aðrir FÖLDU stigin sín og höfðu svo sigur fyrir rest!
Hlátursköstin voru ófá og við Jesúbarnið grétum hreinlega af hlátri þegar litla jeúsbarnið lenti á "smáratorgsreitnum" og spurði í sakleysi sínu, "hvað get ég gert á þessum reit?" og Kvennaljóminn hrópaði svarið í æsingi, þrisvar í röð á bilaðri fart án þess að draga andann á milli "þúgeturkeypthvaðsemþúviltþúgeturkeypthvaðsemþúviltþúgeturkeypthvaðsemþúvilt!!!"
-Þótt litlu hafi munað að sum afkvæmi skiptu um heimilisföng og mæður við önnur afkvæmi, vegna svívirðilegra bandalaga út fyrir fjölskyldur, fóru öll börn á réttan stað rétt undir miðnætti eftir að hin lúmska Kidda Jesúbarn hafði náð að sigra með því að fela eina gullstigaplötu undir persónuspjaldinu sínu! Það tók nefnilega enginn eftir því fyrr en það var of seint að hún væri næstum komin með 25 stigin sem þarf til að sigra!
Þetta verður endurtekið og þá verða nánari gætur hafðar á útsmogna Jesúbarninu og gullplötunum hennar!
1 ummæli:
Já, það er svona þegar allir ráðast á Strípalinginn sem tók strax örugga forystu í spilinu. Þá getur ,,saklaust" Jesúbarnið falið stigin sín og sigrað, öllum að óvörum.
Það er nú gott að á báðum heimilum er tilbúið stráka-unglingsherbergi, svo ekki þurfi að koma til stórframkvæmda næst þegar við spilum. Þá verður nefnilega ennþá meiri harka, Strípó mun svífast einskis og hugsanlegt að einhverjir muni skipta um lögheimili!!!
Strípó
Skrifa ummæli