laugardagur, 15. mars 2008

Páskafrí :)

Ég er komin í páskafrí í 10 daga!
Var að senda frá mér fullan bíl af tertum og nýbökuðu brauði í fermingu hjá frænda mínum og get nú notið frídaganna að fullu.
Kokkakeppni Rimaskóla er að baki og gekk rosalega vel. Krakkarnir voru frábærir og allir sem komu að keppninni gerðu daginn ógleymanlegan. Dómararnir mínir, þeir Egill, Jón Snorra og Daníel sem fulltrúi Argentínu Steikhúss, ásamt fulltrúum Rimaskóla, Gunna kokki og Helga stjóra, eiga þakkir skilið fyrir að fylgja mér svona ár eftir ár.
Þegar ég las umræðu um nesti barna í skólann áðan á www.er.is poppaði upp minnig um yngsta soninn frá upphafi skólagöngu hans. Það var ekki mötuneyti í skólanum svo krakkarnir þurftu að taka með sér nesti bæði fyrir morgunkaffið og hádegið.
Einn daginn segir kennarinn börnunum að taka upp nestið og spyr svo "eru ekki allir með tvö nesti?" svona til að árétta að nú eigi að nota morgunnestið.
Allir rétta upp hönd nema sonur minn sem situr með sorgarsvip á andlitinu.
Henni fannst nú ekki líklegt að pilturinn væri ekki sæmilega vel útbúinn og spurði hann hvort hann væri ekki með tvö nesti.
"NEI", var svarið, "ég er bara með eitt RISASTÓRT!"
Njótið lífsins!

Engin ummæli: