fimmtudagur, 20. mars 2008

Lífið í nýju ljósi :)

Nú er ég búin að fara á tvö blúskvöld í röð.
EDRÚ!
Og komin að þeirri niðurstöðu að það er meira gaman að upplifa tilveruna bláedrú en í glasi :)
Framhaldsskólakennarinn segir að ég sé ofsalega hress og skemmtileg edrú en það sé samt pínulítið undarlegt að vera með mig í bílstjórahlutverkinu í biluðu stuði.
Enda ekki skrítið. Þetta er í fyrsta skipti í 14 ár sem hún upplifir það!
Kvöldið byrjað á Nordic All Stars bandinu og það var meira en lítið líf og fjör. KK, Östlund, Jolly Jumper, Big Moe og Christo, maðurinn hennar Deitru Farr spiluðu og spiluðu og hoppuðu og hlógu og sungu og voru hrikalega öflugir og litríkir.
KK hoppaði á borðum og sami fílingur og ríkti kvöldið áður hjá Magic Slim var uppvakinn. GEEEEÐVEIKT band!
Svo komu bláir skuggar sem eru ofsalega færir en full mikið djassaðir fyrir minn smekk.
Svo komu aðalstjörnur kvöldsins the Yardbirds.
Góðir, kröftugir og ég sá fyrir mér að prentsmiðurinn og prentsmiðjan hefðu misst sig þarna en ég hefði, þótt þeir væru góðir, viljað fá annan skammt af Magic Slim.
Hinsvegar var ákveðið í gærkvöldi að við framhaldsskólakennarinn vinnum að því ásamt blúsmeistaranum að setja upp hópferð blúsfélagsins á Chicago blúshátíðina 2009 og nú hef ég sko eitthvað að hlakka til því ég fíla algjörlega í tætlur svona rythma, sálarhristandi Chicagostyleblues!

Ég mæli svo eindregið með þessum diski með Magic Slim and the teardrops ef þið þurfið að rífa upp sálartetrið og dilla ykkur í smá fíling! Fjör, fjör og brjálaður fílingur!

Svo er bara meiri blús í kvöld og ég hef trú á að það verði ekki slæmt þar sem Deitra Farr og Andrea eru báðar að syngja og þær eru snillingar ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað eru þessir útlendingar endalaust að vilja upp á dekk (þá er ég sko að meina bloggararnir, ekki blúsararnir)? Blús hefur reyndar aldrei verið ,,my thing", má ég þá frekar biðja um rokkið!!! Þú mátt líka bara alveg eiga blúsinn í friði :D

Sjáumst í át- og spilaveislunni í kvöld.

Strípó

Nafnlaus sagði...

Burt með ykkur haddna útlendingar!!! Ekki að ég sé á móti útlendingum, mér finnst að allir Íslendingar ættu að eiga einn eða tvo:D

Strípó