þriðjudagur, 4. mars 2008

Jeg er lidt doven i hovedet!

Ég man aldrei eftir einni einustu auglýsingu í sjónvarpi eða dagblaði þegar Gallup hringir í mig.
Eða yfirleitt.

Ég heyri aldrei textann í lögum í útvarpinu nema orð og orð á stangli.
Ekki nema sitja með hrukkað ennið og einbeita mér algjörlega að því að hlusta.
Þetta þekkja vinir mínir og afkvæmi sem finnst ferlega fyndið hvernig ég kann oftast fyrstu línuna í öllum lögum sem mér finnst skemmtileg og svo ekki orð meir.

Ég get ekki hlustað á veðurfréttir í útvarpinu. Einbeitingin dettur út eftir 0.5 og ég er engu nær um veðrið þótt ég hafi kveikt á útvarpi gagngert til að taka veðrið.

Ég man hinsvegar það sem ég les.
Ef ég man eftir að lesa það.

Ég er gjörsamlega glötuð í að muna afmælisdaga annarra en barnanna minna.

Ég gleymdi að mæta í starfsmannaviðtal í morgun.
Fór að heiman vitandi að ég ætti að mæta í mitt árlega viðtal og gleymdi því á leiðinni í vinnuna.
Sat svo í vinnustofu kennara í tölvu og vann og vann.
Skrifstofustjórinn leitað að mér en ég var víst bak við vegg að ljósrita nýsmíðað, ægilega flott verkefni þegar hún þaut um vinnustofuna að leita. Síminn minn (sem hún hringdi í) var í töskunni á kaffistofunni svo allir aðrir en ég heyrðu prúðuleikaralagið mitt hljóma LENGI!

Fór í kaffi kl.11:00 og sá þá "one missed call" og tautaði, "hva? er einhver í skólanum að reyna að ná í mig, hvaða vitleysa er nú það". Þetta datt ekki inn hjá mér fyrr en ég mætti skrifstofusstjóranum sem spurði mig hvar ég væri eiginlega búin að vera.
Spurning hvort ég haldi vinnunni, sauðurinn sem ég er ;)

Ég man hinsvegar uppskriftir fram í rauðan dauðann í smáatriðum, grömmum og teskeiðum og flest annað sem tengist mat, veitingahúsum, matseðlum og næringafræði.
ÁT!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinnunni ?

Ertu ekki bara að kenna ?