mánudagur, 31. ágúst 2009

Aldrei að gera í dag það sem þú getur gert á morgun!

Ég þarf að fara að skoða og velja eldavélar á morgun.
Fer í Ikea í leiðinni.
Sinni nokkrum öðrum verkefnum samhliða.
Ég er sveitakona og fer ekki út úr hverfinu mínu nema brýna nauðsyn beri til og er þá búin að safna verkefnum.
Ikeaferðin sem varð að gerast í dag gat færst til morguns og ég er alsæl á leið í heitt bað, svo ökutíma með Gudda mínum, kitchen Nightmares og the bachelorett og svo borðum við súpu og samlokur um tíu!
Það er svo undarlegur tími á öllu hérna vegna skólavistar bifvélavirkjans verðandi matreiðslumannsins ;)

Það er heitt

og mig langar í sígó!
bilaður dagur í dag bjargar sálinni en Ikeaferð sem er óhjákvæmileg rústar henni örugglega í lok dagsins!
Ikea is an Evil place!

mánudagur

og ég ýtti 3svar á snooze takkann.
Þetta geri ég aldrei.
En ég er ofboðslega mikið þreytt þótt ég hafi ekki sofnað neitt sérlega seint í gærkvöldi.

Undarlegt að bæði húðin á mér og hárið lítur verr út en ever og þetta á allt saman að vera betra og fallegra í reykleysinu!
Hárið á mér hefur bara aldrei verið eins líflaust og ljótt og núna.
Það er allt í lagi, ég er þá bara jafn ljót að utan og innan þessa dagana!
URRRRR

sunnudagur, 30. ágúst 2009

Yndislegir nágrannar

Ég á yndislega nágranna :)

21 dagur af skelfingum að baki

hversu margir eru framundan?
Ég var við það að tapa glórunni í gær.
Eirði ekki við neitt.
Endaði í brjáluðum hjólatúr, kom heim kófsveitt og másandi og þreif allt sem fyrir mér varð þangað til ég varð svo þreytt að ég valt út af.

Í dag tókst mér að eyða nánast hverri waking moment í að vinna. Búa til fullkomnar áætlanir, uppskriftir, plön, matseðla, námsbækur, nýtt efni ofl. í tölvunni meðan sólin skein úti.

Þorði ekki að stoppa því þá tók vanlíðanin yfir um leið.

Nú er klukkan korter í níu og á morgun er vinnudagur!!!!!!!!!!! JESSSSSSSS ég get fljótlega sofnað!

Guði sé lof fyrir að þessi helgi er næstum búin.

Ég er uppfull af reiði, hatri og sársauka.
það rífur upp gamla vonda hluti í sálinni að takast á við þetta.

Mig langar ekki að hætta að reykja en ég verð að gera það.
Næst kýs ég hvern þann flokk sem lofar að lækka verð á tóbaki!!!

laugardagur, 29. ágúst 2009

Sótsvartar pælingar

BARNIÐ BORGAR
1. ) Ef foreldri þarf að velja milli þess að kaupa sígarettur eða mat fyrir barnið/börnin sín reyna 99% allra foreldra að sleppa sígarettunum og kaupa mat í staðinn.
Útkoman er að foreldrinu líður skelfileg í fráhvörfum og á erfitt með að sinna krefjandi foreldrahlutverkinu = barnið fær að borga brúsann.

2.) Foreldrið fellur, meikar ekki vanlíðunina og horrorinn sem fylgir fráhvörfunum og þeirri undarlegu líðan sem SUMIR virðast eiga við að stríða við að berja sig frá reykingunum (með og án lyfja). Foreldrið á ekki fyrir mat ofan í barnið og hrynur andlega að auki yfir að bregðast barninu og klikka á reykleysinu = barnið borgar brúsann tvöfalt.

3.) Foreldri notar nikótíntyggjó, úða, munnsogstöflur, munnstykki eða fer á lyfjakúra (champix ofl.) til að hætta. Það kostar alla peningana sem á að spara við að hætta, barnið fær engan mat og foreldrið hrynur = sama og í dæmi 2 BBB2 (barnið borgar brúsann 2falt)

Reykingar eru heilsufarsvandamál sem kosta ríkið voða mikla peninga sem ríkið reynir að borga með álagningu á sígarettur.
Well! Ef ég ætti lítil börn þá þyrftu þau aðstoð sérfræðinga því móðir þeirra er við það að tapa geðheilsunni alfarið. Hefur enga þolinmæði í neitt, grenjar heilu klukkustundirnar, getur ekki hugsað, finnst ALLT gjörsamlega ömurlegt og er með öllu algjörlega óhæf til allra verka og samskipta fyrir utan vinnu!

Þeir sem ég hef talað við sem hafa hætt að reykja skiptast í 5 flokka:

1. flokkur: Hættu að reykja á hnefanum og fannst það bara SKÍTLÉTT og hafa aldrei átt neitt erfitt eða langað í sígarettu. Til hvers í fjandanum var það að reykja í upphafi? for show or some? Það hefur amk ekki verið neitt sérlega háð því greinilega og hefði því bara átt að sleppa því með öllu! Forheimskt pakk sem áttaði sig ekki á því að það gat vel sleppt þessum óholla og RÁNDÝRA viðbjóði.

2. flokkur: Þeir sem hættu að reykja með tyggjóinu og fannst það ekkert svo erfitt. Éta enn tuttugu tyggjó á dag tuttugu árum síðar en langar EKKERT í sígó!

2.flokkur: hættu að reykja one way or the other og fannst það bilað erfitt, eru reyklausir en berjast við fráhvörf og vanlíðan allt að 5 -15 árum eftir að þeir hættu. Árafjöldinn virðist ekki skipta máli, þig langar bara alltaf að reykja! Þótt það komi fleiri dagar án stöðugrar löngunar!

3. flokkur: þeir sem hættu með einhverjum hætti, börðust og berjast baráttunni af öllum kröftum, falla á fylleríum en halda baráttunni samt áfram.

4.flokkur: þeir sem reyna stöðugt að hætta en ráða ekki við meira en max 2-5 daga í hverri tilraun.


Mér finnst:
Lækkið verðið á tóbaki svo foreldrar þurfi ekki að velja milli fíknarinnar og þess að fæða börnin sín!!!!!!!!!! Rökstuðningur: dæmi 1. 2. og 3!
EÐA
Bannið hreinlega innflutning og sölu á öllu tóbaki! Marijúana er ólöglegt og fjandinn má eiga mig ef það er eitthvað óhollara en tóbak og áfengi sem er löglegt en rústar og hefur rústað heilu fjölskyldunum frá upphafi mannkyns! Og er ekki síst að gera það núna á krepputímum!

Ég er enn reyklaus helvítis helvíti og ég er það af því að ég neyðist til þess vegna þess að sígarettur eru svo dýrar!
Ef ég ætti skítnóg af peningum myndi ég reykja non stopp!
Mér finnst áhugaverðara að lifa lífinu hamingjusöm en að lifa því sulking and suffering 24/7 þótt það kosti að ég lifi því einhverjum árum styttra!

Bara ef ég hefði aldrei byrjað!!!!

Ég ELSKA SÍGARETTUR!!!! OG MÉR FINNST LÍFIÐ VIÐBJÓÐSLEGT ÁN ÞEIRRA!


Gæti ég ekki orðið helv. góð forvörn gegn reykingum? Hey, langar þér að líða ALLTAF illa? Kveiktu þér þá í!!!! GO for it! Ef þú drepst ekki úr reykingunum sjálfum þá drepstu úr vanlíðan yfir því að reyna að hætta!

Jeyyyy!!!

föstudagur, 28. ágúst 2009

klukkan er sex

og ég er að borða agnarlítinn morgunverð.
Dagurinn er búinn að vera svo svakalega strekktur að það hefur enginn alvöru tími verið fyrr.
Hefði getað étið eitthvað í morgun en var of geðvond af reykleysi.

Í dag kenndi ég fullorðnu fólki að elda í fyrsta skipti (ég að kenna, ekki þau að elda) og það var alveg ógisslega skemmtilegt!
Massa karakterar í safninu og það heppnaðist allt frábærlega nema 2 brauð urðu aðeins of sölt!
Það verður áhugavert að sjá hvernig mæting og viðmót verður næstu 7 vikurnar hjá "óskabörnunum" mínum en þetta námskeið er í 8 vikur ;)

Ætli mar verði mjór af að éta ekkert?

Góðan helv. daginn

Opnaði augun um sex.
Leið fáránlega illa.
Eins og ég hefði ekkert sofið.
Þýðir ekkert að reyna að sofa.
Næ ekki andanum af vanlíðan og löngun í sígarettu.
Er svo pirruð, sár, svekkt, örg, aum og ónýt að ég vildi að ég gæti skotið mér með rakettu til hvergilands og haldið til þar.
En ég neyðist til að vera innan um fólk því ég vinn með fólki!

Við alla sem ekki reykja hef ég eitt að segja. Sleppið þessu helvítis helvíti alveg. Frá því að þið takið fyrsta smókinn eyðileggur sígarettan líf ykkar algjörlega SAMA ÞÓTT ÞIÐ HÆTTIÐ!.

H. h. H. h. H. URRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRR

fimmtudagur, 27. ágúst 2009

Annað fólk!

gerir mig glaða!
Eins og þessi elska sem kennir með mér.
Hún var búin að setja kaffi á vélina og vatnið í "haddna" dótið sem vatnið er sett í þegar maður lagar kaffi og líma gulan miða á "bara ýta á takkann"!!!

Ég ýtti og fékk ilmandi, sterkt og gott kaffi og tár í augun yfir gæskunni!


Það var ekki fyrr en töluvert seinna um daginn sem ég varð pirruð og ofbeldishneygðin rauk upp úr öllu valdi (sjá fyrri færslu)!

SUMT FÓLK!

Sumt fólk gerir mig brjálaða!
Fólk sem er svo upptekið af því að hafa einhvern tíma gert eitthvað sem því fannst ekki sérlega erfitt og piffar og puffar yfir þeim sem finnst eitthvað mál að gera það sama!

Fólkinu (sérstaklega helvítis kéllingartuðrum) sem hlussa út úr sér með yfirlætistón "hva! þetta er nú ekkert mál"

Lenti í svona helvítis kellingarpakki í dag sem fluðraði út úr sér, af eindæma kirtlakreistandi besserwissera, ég er best og veit allt og get allt best - betur - og langmest hroka og drullumallstón !"það er ekkert mál að hætta að reykja"!!!

(ég gubba næstum við að rifja upp tóninn og svipinn)

Ég hef gert margt og lent í mörgu um æfina sem mér fannst ekkert ægilegt mál sem öðru fólki hefði jafnvel þótt óyfirstíganlegt eða ógerlegt.

Ég er ekki sú manneskja sem geri ráð fyrir því að þótt ég hafi auðveldlega getað dílað við eitthvað erfitt eða framkvæmt einhver stórvirki að þá eigi sama við um alla.

Við erum jú öll fólk og allt fólk er mannlegt og engum líður eins.

Ég myndi aldrei óvirða aðra manneskju með því að TROÐA minni upplifun á einhverju upp á hana eða hann sem einu réttu eða mögulegu upplifuninni.

Eða sýna viðkomandi aðila þá óvirðingu að hrauna yfir hann/hana þegar viðkomandi tjáir sig um eitthvað sem því/þeim/henni/honum finnst erfitt, með tilsvarinu (og með attitjúdi takk) "hvað, þetta er ekkert mál"!

URRRRRR BARASTA!

Drullist til að halda því fyrir ykkur hversu auðvelt ykkur fannst að hætta að reykja!

Mér finnst til dæmis skítlétt að skipuleggja og elda veislu ofan í 200 manns en það er ekki þar með sagt að mér finnist að það ætti öllum að finnast það skítlétt!

Mér finnst sumt fólk ekki fallegt að innan!

föstudagur, 21. ágúst 2009

Grummmmpf










ég er í fýlu með bólu á túr!








Reyklaus!

miðvikudagur, 19. ágúst 2009

Púffff

Það er kalt
Það er blautt
Það er rautt
Mig langar djöfullega í sígarettu

þriðjudagur, 18. ágúst 2009

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ....

GIRMA MÍN!
;)
Hlakka til að heyra í þér þegar þú kemur heim!
Njóttu dagsins!
Knús og klemm!

Lífið er svo spennandi!

Ég fékk símtal.
Boðið að koma að ákveðnu verkefni.
Finnst það alveg óheyrilega spennandi.
Þetta gerist af og til og frekar reglulega í lífi mínu.
Að eitthvað ákaflega áhugavert kemur til mín og ég er svoooooo glöð yfir því!
Jey!
Jibbí!
Jahú!
;)

mánudagur, 17. ágúst 2009

1. vinnudagurinn

Margar spurningar sem þarf að fá svör við.
Verður vonandi árangursríkur dagur.

sunnudagur, 16. ágúst 2009

P.s.

Þú mátt gera það sama fyrir bifvélavirkjann!
Kv.
Nördinn

Kæri Guð þetta er ...

nördinn!
Viltu vera svo góður að láta mig hætta að þrá sígarettuna aðra hverja mínútu dagsins.
Ég skal hætta að bölva, vera góð við dýr og menn, brosa allan sólarhringinn og vera ægilega ægilega góð!
Kv.
Nördinn!

MÓTÓHÓL!

Ótrúlega krúttið, ömmustrákurinn minn gisti í nótt.
Hann fékk smápakka með Legó löggumótorhjóli þegar hann kom.
Mikil gleði!
Við fórum inn að lesa Latabæ um ellefu og hann sofnaði á núll komma fimm. Á mínum kodda. Fannst pardusmunstrið flottara en myndin á sínum kodda sem hann var með með sér.
Svaf eins og engill, opnaði svo augun klukkan átta, leit á bifvélavirkjann og tilkynnti "Lita" Hefur greinilega verið að dreyma.
Vaknaði betur, sneri sér að mér, brosti og sagði "MÓTÓHÓL!"
Við erum svo búin að mótóhólast, fótboltast, körfuboltast og spila og syngja á hljóðfærasafnið í körfunni.
Það er með eindæmum hvað þessi drengur er glaðlyndur og þægilegur alltaf hreint.
Pabbi hans var svona líka.

Bifvélavirkinn segir að hann hrjóti eins og amma sín!
Furðulega há hljóð sem komu úr þessum litla búk þar sem hann lá steinsofandi í miðjunni.
;)

laugardagur, 15. ágúst 2009

Á að vera að....

að klára grein fyrir Húsfreyjuna.
EN heilinn er upptekin við að ÞRÁ langan hvítan staut með glóð á endanum.
Engin einbeiting, ekkert hugarflug annað en að sjá fyrir mér þennan hvíta staut milli fingra minna, glóðina lifna og reykinn leggjast í kringum mig.
Ég sé fyrir mér RISA sígarettur á stærð við meðalsendibíl!
Ég sem elska að lesa og týna mér í sjónvarpsglápi hef eirð í hvorugt.
En mér líkar ágætlega að þrífa, þvo skápa, loft, veggi, glugga, gólf og bara eiginlega allt sem fyrir mér verður.
Það er ekki mikið eftir óþrifið á heimilinu og ég sé orðið fram á að þurfa að færa út kvíarnar inn á annarra heimili ef þetta ástand fer ekki að skána.

Ég held að besta forvörn allra tíma í baráttu gegn reykingum gæti falist í að búa til stutta, mjög skarpa og vel klippta heimildamynd um nokkra einstaklinga á misjöfnum aldri í því ferli að hætta að reykja.
The pain, pirringurinn, sorgin, söknuðurinn og örvæntingin.
Svo texti "**** byrjaði að reykja í fikti *** ára" Vilt þú lenda í þessu?"
Ekki BYRJA og ef þú ert nýbyrjuð (aður) hættu þá strax!!

föstudagur, 14. ágúst 2009

Örvænting á undanhaldi!

Svaf eins og steinn! Jibbbbbbý!
Kaffibolli og jórturgúmmí björguðu nikótínþörf morgunsins án þess að örvæntingin tæki yfir.
Stundatafla bifvélavirkjans er spennandi og ég á eftir að leggjast yfir bækurnar hans í örverufræði og næringarfræði.
Mig langar líka í nám!
Framhaldsskólakennarinn ætlar að læra ítölsku með mér í vetur og ég verð vonandi fær um að nota mjög einfaldar setningar þegar ég fer, reyklaus of kors, til Brindisi á Ítalíu í nóvember ;)
Sólin skín með köflum svo ég stefni að því að ná smá sólbaði í dag, smá eldhúsþrif í kvöld og svo ætlum við að skoða bændamarkað frú Laugu í Laugarnesinu í þeirri von að hægt sé að fá þar bláskel frá Hrísey!
Nommnommnommm!

Já og eina setningin í ítölsku sem ég kann "Catso fai" (kannski vitlaust stafsett en þetta er blótsyrði og bein þýðing "TYPPIÐ ÞITT/MITT"

Þeir sletta........

fimmtudagur, 13. ágúst 2009

Lots of time!

Ég er búin að reikna það út að ég hef eytt sirka 2 klst. í að sinna reykingum á dag.
Sem sagt á frídögum.
Nú hef ég FÁRÁNLEGA mikinn tíma.

Dagurinn í dag fór reyndar í eintóma steypu!
Svefngalsinn var orðinn svo mikill að ég hefði "EISAÐ" "fyndnasta mann Íslands"
Meira að segja Guddi hló og hló!
Þegar við fórum yfir besta og versta dagsins yfir Akrnsísku kjötfarsi með fagurgrænu ísslensku hvítkáli sagði bifvélavirkinn að svefngalsinn í mér hefði verið toppur dagsins hjá honum!
Það er ekki slæmt að týna sér stundarkorn í flissi og fíflagangi meðan hörmungarnar ganga yfir!

Sofnaði reyndar í 2 tíma. Fékk sys í kaffi og fílaði það, mig langar nefnilega alls ekki að hafa fólk nálægt mér þessa dagana. Nema örfáa útvalda sem eru nægilega ruglaðir fyrir steypustuðið sem er á mér.

Hey!!!! Við bifvélavirkinn tókumum part af eldhúsinu og þrifum í ræmur! Allt að verða komið í toppreglu, tandurhreint og fansí í íbúðinni!
Lovitt!
Hann skipti líka um bremsuklossa fyrir stóra strákinn minn og hitti ömmustrákinn sem þurfti mikið að spjalla við hann. Öfunda hann, ég lá heima í móki, örmagna, á róandi!

Hell að ég gangi í gegnum þennan vibba aftur! This is for good and it will last!

Vona samt að þetta verði auðveldara einhverntíma í náinni framtíð.

Still no sleep!

Life is hell!
Ég þrauka það er ekki spurning. Ég mun aldrei taka smók aftur en ég gæt hinsvegar endað á geðvistun sem sækó killer!
Pirringurinn ólgar og sýður.
Ég rugla, blæs, fnæsi og æði um íbúðina með úfið hár ósofin í 2 f. sólarhringa!
Blundaði í 35 mínútur klukkan rúmlega sjö í morgun!
Hef áhyggjur af heimilisfræðinni í vetur en það er ekkert nýtt. Málin eru alltaf rather shaky í upphafi skólaárs en eftir 2ja-3ja vikna ströggl hefur þetta yfirleitt orðið nokkurn veginn ók!
Viðtekin hefði síðustu tíu árin svo no surprises.
Mun samt örugglega ganga betur að koma þessu öllu á koppinn ef mér tekst að sofa eitthvað!
Farin að þrífa borðkrókinn!

Sumarferðalagið og nokkur orð um þann gjörning að hætta að reykja!

Ég fór upp í sveit á laugardaginn.
Alla leið í Reykjaskóg í sumarbústað með heitum potti og gufu ífylltum einu stykki vegagerðarmanni, framhaldsskólakennara og afkvæmum þeirra.
Bifvélavirkinn var með mér.
Við gistum í fellihýsinu og komum ekki heim fyrr en á miðvikudagskvöldi, rétt til að ná Britains Next top model! MY favourite menningarþáttur á my favourite TV channel!

Ég neitaði að sofa fyrir innan (lesist ytri/útbrún fellihýsis), stífnaði upp af skelfingu við að húka þar því ég sá og hreinlega FANN hýsið sporðreisast við minnstu hreyfingu. Hefði það gerst hefði fellihýsi vina minna skemmst og um leið KRAMIÐ nýstandsettu fínu toyotu bifvélavirkjans (og mína)!

Það var soldið gaman í þessari ferð svona fyrir utan fj. svefnraunirnar.......prinsessan á bauninni getur helst bara sofið heima í sínu ýkt mjúka, upphitaða, risavaxna king size amríska rúmi!

Við spiluðum hættuspilið af grimmd, öll nema vegagerðarmaðurinn sem átti ógurlega bágt með að vera VONDUR! Skinnið, hann er svo góður í sér að það er raun að pína hann í svona kvikindislegt spil. Í hvert sinn sem hann NEYDDIST til að beita örlagaspjaldi í slæmum tilgangi á einhvern (hann notaði þau yfirleitt til að hjálpa) baðst hann innilega afsökunar og engdist allur!
Við hin vorum öll grimm og glöð yfir grimmdinni!

Við horfðum á og ræddum um ákaflega efnismikla ammrítska og bretska afþreyingu fyrir "konur" að sögn karlrembu númer eitt (bifvélavirkinn) svona eins og The bachelorette og Britains next topmodel en tókum svo smá skammta af kjaftæði frá Penn og Teller inn á milli til. að bifvélavirkinn missti ekki meðvitund af væmni.

Við átum, fórum á bændamarkaði, lágum í pottinum, héngum í gufunni, hentumst í sólabað þegar færi gafst og átum svo einn meira.

Gullstelpan og orðsnillingurinn áttu afspyrnu skemmtilegar syrpur. Þau eru 11 og 14 ára og ófeimin og áhugasöm um ýmsa hluti og málefni.

Ég fékk óteljandi hlátursköst og þau tvö ekki færri í þessu spjalli okkar sem var svona viðloðandi í gangi þá 5 daga sem við eyddum með þeim í bústaðnum.
Lengst og best var þó spjallið sem við áttum á síðasta degi okkar í bústaðnum þegar litlu skinnin voru skilin eftir óvarin í félagsskap mínum í marga tíma.
Við lágum í sólinni og því miður er eiginlega ekki prenthæft það snjallasta og fyndnasta en til að tryggja að ég gleymi því ekki snerist það um fjölskylduhagi mína, hvernig þeir eru tilkomnir og mögulega tengingu þeirra við íturfagran líkamsvöxt minn *óviðráðanlegt fliss*!

Þau, alin upp af báðum (ákaflega ástríkum og samheldnum, nánast laus við alla vafasama hegðun) foreldrum, í sameiningu, spurðu mikið um "mennina mína".
Orðsnillingurinn vildi mest vita hvað hefði eiginlega verið að þeim öllum en Gullstelpan vildi vita hver hefði verið sætastur!
Önnur málefni sem bar á góma voru td. Fellihýsi sem eru EKKI hjálpartæki ástarlífsins (tek fram að þessi þáttur umræðunnar tengdist á engan hátt neinu ósæmilegu framferði mínu eða minna), Durex, klósettpappír, vaxtarlag, frekja, uppeldishættir og fleira skemmtilegt og um margt óvanalegt umræðuefni fyrir svona ungt fólk!


Við bifvélavirkinn hættum að reykja í þessari ferð og líðanin var með köflum óbærileg!ÓBÆRILEG; HRYLLILEG; SKELFILEG: VOND; FERLEG; SVAKALEG;ÖMURLEG; ÁIIIIIIIIIII.................. og er enn en við þraukum svona rétt barely!

"viltu knús" spurði Orðsnillingurinn á degi 1 og rétti út hlýju armana sína og fékk eitrað hvæs í staðinn! Ég bað hann strax fyrirgefningar og lofaði að vera ekki vond við hann eða meiða hann alvarlega í hættuspilinu sem við vorum að starta! "Will do u no harm"!!!
"mentally too" spurði hann, greinlega ekki viss um að mér væri alveg treystandi í þessum erfiðu kringumstæðum.

Hann sagði reyndar að það væri alveg frábært að fá að hafa okkur svona (lesist mig, bifvélavirkinn var prúður, það var ég sem reif í hár mitt og skegg (ef ég hefði það), hvæsti og fnæsti) því nú fengi hann bæði að kynnast okkur sem VENJULEGU fólki og líka taugahrúgum og vitfirringum!

HAHAHHAHAHAHHAHHAH

Klukkan er hálfsex að morgni og ég hef lítið sofið í 2 sólarhringa svo vitfirringur á ekki svo illa við!
Svona er að hætta að reykja eftir non stop 31 árs reykingar!

Elskulegu vinir, takk fyrir alveg frábæra daga og ótrúlega magnaðar samræður! Þið eruð svo miklir snillingar að það ætti að framleiða stand up comedian þætti með ykkur tveim!
Ég myndi amk. pissa í mig af hlátri!
Sjáumst fljótlega aftur!

fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Gulur 29 29!

Við grilluðum og spiluðum við frumburðinn, frúna hans og ömmustrák á laugardagskvöldið!
Ömmustrákur tók virkan þátt í hættuspilinu.
Hann kastaði teningunum fyrir foreldra sína og hrópaði é e gulurrr é e gulurr 29 29 hástöfum.
Hann var mjög leiður þegar hann var settur í háttinn í miðri spilamennsku.
Kom fram um morguninn galvaskur og tilkynnti "ég spila, ég spila" og var mjög svekktur þegar hann sá að spilafélagarnir voru horfnir á braut.
Hann var svo með afmælispartí í gær.
Sviðaveisla með meiru eins og siður er orðinn í öllum hans veislum!
Almennilegt!