Ég fór upp í sveit á laugardaginn.
Alla leið í Reykjaskóg í sumarbústað með heitum potti og gufu ífylltum einu stykki vegagerðarmanni, framhaldsskólakennara og afkvæmum þeirra.
Bifvélavirkinn var með mér.
Við gistum í fellihýsinu og komum ekki heim fyrr en á miðvikudagskvöldi, rétt til að ná Britains Next top model! MY favourite menningarþáttur á my favourite TV channel!
Ég neitaði að sofa fyrir innan (lesist ytri/útbrún fellihýsis), stífnaði upp af skelfingu við að húka þar því ég sá og hreinlega FANN hýsið sporðreisast við minnstu hreyfingu. Hefði það gerst hefði fellihýsi vina minna skemmst og um leið KRAMIÐ nýstandsettu fínu toyotu bifvélavirkjans (og mína)!
Það var soldið gaman í þessari ferð svona fyrir utan fj. svefnraunirnar.......prinsessan á bauninni getur helst bara sofið heima í sínu ýkt mjúka, upphitaða, risavaxna king size amríska rúmi!
Við spiluðum hættuspilið af grimmd, öll nema vegagerðarmaðurinn sem átti ógurlega bágt með að vera VONDUR! Skinnið, hann er svo góður í sér að það er raun að pína hann í svona kvikindislegt spil. Í hvert sinn sem hann NEYDDIST til að beita örlagaspjaldi í slæmum tilgangi á einhvern (hann notaði þau yfirleitt til að hjálpa) baðst hann innilega afsökunar og engdist allur!
Við hin vorum öll grimm og glöð yfir grimmdinni!
Við horfðum á og ræddum um ákaflega efnismikla ammrítska og bretska afþreyingu fyrir "konur" að sögn karlrembu númer eitt (bifvélavirkinn) svona eins og The bachelorette og Britains next topmodel en tókum svo smá skammta af kjaftæði frá Penn og Teller inn á milli til. að bifvélavirkinn missti ekki meðvitund af væmni.
Við átum, fórum á bændamarkaði, lágum í pottinum, héngum í gufunni, hentumst í sólabað þegar færi gafst og átum svo einn meira.
Gullstelpan og orðsnillingurinn áttu afspyrnu skemmtilegar syrpur. Þau eru 11 og 14 ára og ófeimin og áhugasöm um ýmsa hluti og málefni.
Ég fékk óteljandi hlátursköst og þau tvö ekki færri í þessu spjalli okkar sem var svona viðloðandi í gangi þá 5 daga sem við eyddum með þeim í bústaðnum.
Lengst og best var þó spjallið sem við áttum á síðasta degi okkar í bústaðnum þegar litlu skinnin voru skilin eftir óvarin í félagsskap mínum í marga tíma.
Við lágum í sólinni og því miður er eiginlega ekki prenthæft það snjallasta og fyndnasta en til að tryggja að ég gleymi því ekki snerist það um fjölskylduhagi mína, hvernig þeir eru tilkomnir og mögulega tengingu þeirra við íturfagran líkamsvöxt minn *óviðráðanlegt fliss*!
Þau, alin upp af báðum (ákaflega ástríkum og samheldnum, nánast laus við alla vafasama hegðun) foreldrum, í sameiningu, spurðu mikið um "mennina mína".
Orðsnillingurinn vildi mest vita hvað hefði eiginlega verið að þeim öllum en Gullstelpan vildi vita hver hefði verið sætastur!
Önnur málefni sem bar á góma voru td. Fellihýsi sem eru EKKI hjálpartæki ástarlífsins (tek fram að þessi þáttur umræðunnar tengdist á engan hátt neinu ósæmilegu framferði mínu eða minna), Durex, klósettpappír, vaxtarlag, frekja, uppeldishættir og fleira skemmtilegt og um margt óvanalegt umræðuefni fyrir svona ungt fólk!
Við bifvélavirkinn hættum að reykja í þessari ferð og líðanin var með köflum óbærileg!ÓBÆRILEG; HRYLLILEG; SKELFILEG: VOND; FERLEG; SVAKALEG;ÖMURLEG; ÁIIIIIIIIIII.................. og er enn en við þraukum svona rétt barely!
"viltu knús" spurði Orðsnillingurinn á degi 1 og rétti út hlýju armana sína og fékk eitrað hvæs í staðinn! Ég bað hann strax fyrirgefningar og lofaði að vera ekki vond við hann eða meiða hann alvarlega í hættuspilinu sem við vorum að starta! "Will do u no harm"!!!
"mentally too" spurði hann, greinlega ekki viss um að mér væri alveg treystandi í þessum erfiðu kringumstæðum.
Hann sagði reyndar að það væri alveg frábært að fá að hafa okkur svona (lesist mig, bifvélavirkinn var prúður, það var ég sem reif í hár mitt og skegg (ef ég hefði það), hvæsti og fnæsti) því nú fengi hann bæði að kynnast okkur sem VENJULEGU fólki og líka taugahrúgum og vitfirringum!
HAHAHHAHAHAHHAHHAH
Klukkan er hálfsex að morgni og ég hef lítið sofið í 2 sólarhringa svo vitfirringur á ekki svo illa við!
Svona er að hætta að reykja eftir non stop 31 árs reykingar!
Elskulegu vinir, takk fyrir alveg frábæra daga og ótrúlega magnaðar samræður! Þið eruð svo miklir snillingar að það ætti að framleiða stand up comedian þætti með ykkur tveim!
Ég myndi amk. pissa í mig af hlátri!
Sjáumst fljótlega aftur!