Algjör sæla að vera til :)
Ég, karldurgurinn, yngsti sonurinn, vegagerðarmaðurinn og fjölbrautarskólakennarinn fórum á blues tónleika í kvöld.
það var brjálæðislega gaman :)
Björgvin Gísla var í þvílíkum fíling á sviðinu og Dóri, Gummi P., Ásgeir og Sigurjón voru snilldin ein svo ekki sé minnst á KK og við skemmtum okkur þvílíkt vel.
Á miðjum tónleikum upplifið ég algjöra alsælutilfinningu. Elsti sonur minn hringdi þegar við vorum að leggja af stað í þvílíkum jólafíling, dóttirin var alsæl á leið heim í jólafrí og sá yngsti með mömmu gömlu á tónleikum.
Ég er gífurlega heppin, börnin mín eru hreint út sagt frábær og ég fæ að njóta þeirra frá a-ö um jólin og við erum öll jafn ánægð og kát með það!
Þetta er algjörlega besti árstíminn og ég vildi að alla daga væru jól!!!
Jibbíkóla!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli