Tröllapera
Ég er að spá í að vera tröll um jólin.
Spýta á gólfið, sjóða bein í stórum potti og þamba kokkteil.
Or not.
Ætli ég verði ekki bara pent tröll og sjóði hamborgarhrygg :)
Ömmustrákurinn yrði líklega hræddu við mig í tröllaham.
Við fórum með dívuna og yngsta soninn á Tröllaperu hjá leikhópnum Peðinu í kvöld.
Það var hressilega groddalegt stykki um Grýlu, Leppalúða, tröll og jólasveina.
Jólakötturinn var ekki í verkinu.
Pabbi hennar Grýlu sem er búinn að vera í heimsókn í hellinum í 80 ár var nefnilega skilinn eftir einn í 20 mínútur og át Jólaköttinn.
það stóðu í honum hárkúlurnar.
Áður en við fórum á leikritið settum við Dívan krem á og súkkulaðihjúpuðum 250 sörur með aðstoð Durgsins.
Nammm!
2 ummæli:
Mmmmmm, sörur...
Ný kaffivél ...
Freistandi, freistandi ...
Drífa sig!!!!
Skrifa ummæli