fimmtudagur, 20. desember 2007

Jólafrí!!

Ég er komin í jólafrí og durgurinn er kominn í frí í kvöld!
Nordic býður svo starfsmönnum og mökum í jólamat á Argentínu í kvöld.
Yndislegt fólk sem maðurinn minn vinnur með svo ég hlakka virkilega til.

En fyrst fer ég í sund með ömmustráknum mínum. Hann er nefnilega í ungbarnasundi og ég fæ að fara með í dag. Það verður bara æðislegt að fá að sjá hann skvampa!

Karldurgurinn átti afmæli í fyrradag og var svo heppinn að fá einn Leppalúða og eina prentsmiðju í heimsókn. Hann var mjög glaður með "afmælispartýið" :)

Í gærkvöldi komu svo tengdadóttir mín og mamma hennar í hornabakstur. Við enduðum á að elda tandoori kjúkling og baka naan brauð og ömmustrákurinn dundaði sér á teppi á meðan og gaf frá sér mikil ánægjuhljóð í hvert sinn sem við ömmurnar og mamma hans litum á hann. Ég verð að segja að það að vera amma er alveg með skemmtilegri hlutverkum sem ég hef verið í um dagana :)

Annaðkvöld er svo stefnan á að mæta á blues tónleika í Öskjuhlíðinni og hafa yngsta soninn með. Hann er mikill gítaristi og við ætlum að ræna honum úr vinnunni svo hann fái að upplifa suma af bestu gítarleikurum landsins live í góðum félagsskap vegagerðarmannsins og fjölbrautarskólakennarans :9

Aðventan er æði!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, takk fyrir mig, mikið skemmtileg stund í trúnóinu út um allt, & alveg þokkalega ætt fóður & meðlæti...

Nafnlaus sagði...

Ekki man ég nú eftir neinu trúnói... Man hvað Lúðulappi var glaður að fá gott viskí, fóður og meðlæti var hvort tveggja af góðum standard eins og við var að búast... gestir höguðu sér eðlilega í alla staði miðað við aðstæður.