föstudagur, 21. desember 2007

Jömmmmí!

Jólahlaðborð Argentínu er alfarið það allra besta sem ég hef prófað.
Nautacarpaccio með truffluolíu er líklega besta atriðið á borðinu ásamt gæsapatéi og sjávarréttasalatinu.
Hreint út sagt sælgæti.
Heitreyktur kalkúnn var líka ofboðslega góður og líka fyllti kalkúninn og svo fékk ég lambafille beint af grillinu, vel rautt í miðjunni, sem hreinlega bráðnaði upp í mér.
Var svo södd eftir forréttina og lambið að ég sleppti eftirréttunum sem voru þó með afbrigðum girnilegir.
Þjónustan var snilld fyrir utan atriði þegar stúlkan hellti úr 2 flöskum af bjór yfir bakið á einni Nordic skvísunni sem þurfti svo að sitja í blautum stól frameftir kvöldinu en þá var málunum bjargað með borðdúk.

Stelpugreyið var alveg í rusli.

En ég mæli með Argentínu í góðum félagsskap og frábæru jólahlaðborði. Svíkur sko engann!

Og Nordic! Takk kærlega fyrir mig! Það er glæsilega gert að bjóða bæði starfsfólki og mökum upp á allan pakkann frá a-ö!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skrifa heilshugar undir allt ofangreint! Takk fyrir mig NEM og Argentína stóð sig vel eins og við var að búast.

Nafnlaus sagði...

Ég skrifa heilshugar undir allt ofangreint! Takk fyrir mig NEM og Argentína stóð sig vel eins og við var að búast.