þriðjudagur, 11. desember 2007

Toppar, toppar og meiri toppar!

Bakaði meiri lakkrístoppa í dag.
Þrefalda uppskriftin frá sunnudeginum er búin svo það var ekki seinna vænna.
Bakaði líka 2 nýjar útgáfur af svona marengstoppum.
Í annarri eru daimkúlur, dökkt súkkulaði og Nóa kropp og í hinni eru Freyju rísbitar.
Rísbitarnir eru í öðru sæti á vinsældalistanum á eftir lakkrístoppunum.
Skinkuhornin frá sunnudeginum eru að verða búin og ég er klár í að baka annan sexfaldan skammt á fimmtudaginn.
Ég er nefnilega upptekin í hálfgerðum jólasveinaleik á morgun, annaðkvöld og aðra nótt.
Á fimmtudagskvöldið kemur hún Sunneva stjúpdóttir mín í sörugerð með mér.
Ég er búin að baka 250 sörubotna sem heppnuðust með ólíkindum.
Er búin að baka sörur (sem hétu franskar súkkulaðikökur þá) síðan 1982 og hef ekki sleppt einum einustu jólum og þær hafa aldrei tekist eins vel.
Nýji ofninn og Kitchenaid hrærivélin standa fyrir sínu.

Svo er það gleði dagsins.
Ég fékk hreinlega tár í augun.
Sonur minn, tengdadóttir og ömmustrákur ætla að borða hér með okkur á aðfangadag og opna pakka.

Ég hlakka ósegjanlega til!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég bara trúði því ekki þegar þú sagðir mér að Baldur og co verði hjá okkur um jólin... ég var svo viss um að þau myndu vera hjá Söndru fjölskyldu að mér datt aldrei neitt annað í hug! Ég er enn að melta þetta... en mikið er ég samt fegin, jólin hefðu verið svo tómleg...

Það verður svo ÆÐISLEGT! :D