Vellíðan
Mér líður einkennilega vel.
Gisti í nótt hjá yndislegri konu og svaf eins og engill í ókunnu rúmi sem er mjög óvanalegt fyrir mig.
Mjóu rúmi meira að segja og ég sem þarf venjulega að leggja undir mig þrjá fjórðu af hjónarúminu.
Ég fékk mjúkan knús á báðar kinnar þegar ég kvaddi í myrkrinu og fann að vera mín þarna hafði skipt máli.
Skipti mig líka máli.
Það er hollt fyrir sálina að hugsa um annað en sjálfan sig af og til.
Eigiði góðan dag, ég veit að minn dagur verður það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli