mánudagur, 24. desember 2007

Þorláksmessa par excellence :)

Þvílík rósemdar og notalegheita Þorláksmessa.
Vöknuðum um ellefu, stjáklað fram að horfa á nýskreytta jólatréð sem var reyndar ekki full skreytt fyrr en elsti sonurinn mætti upp úr hádegi til að tylla ástralska englinum á tréð. Þá var verkið fullkomnað.

Skruppum til góðra nágranna sem hafa það fyrir sið að taka á móti gestum og öðrum með nýbökuðum pönnukökum og brýna hnífa gestanna. Alveg meiri háttar :)
Á viðkomandi heimili er stærsta jólatré sem ég hef nokkurn tíma séð og jólaljósaseríur sem snúast í hringi!!

KVöldið endaði á því að sonurinn og tengdadóttirin, ömmustrákurinn, frænkan, tengdó og homminn, verkalýðsfrömuðurinn og strípalingurinn komu í jólaglögg og kvöldið var einfaldlega frábært!!

Durgurinn var í verslunarferð síðdegis og fram á kvöld. KOM heim með Maldon salt og ananas hringi sem vantaði og dró svo óforsvarendis fram hákarlskrukkuu af besta hákarli upp úr pokanum.

Ég og séra Jón vorum aldeilis ánægð!

Jólaknús!

Engin ummæli: