Þau munu erfa landið!
Var að fara yfir verkefni í dag.
Nemendur hafa ótrúlegt hugmyndaflug!
Svar við spurningunni "Hverjir eru tveir flokkar vítamína?" var "fitubindindi og vatnsbindindi"!
Svar við "Teldu upp hvað er nauðsynlegt að hafa í huga þegar matvæli eru keypt?" var "brauð, smjör og hnífur"!
Þessi er svo hrein snilld!!
Svar við "Hvað þarf að hafa í huga þegar matarafgangar eru hitaðir upp?" var "að ofninn sé rétt stilltur annars deyja afgangarnir"!!
Ég hló upphátt!
Annar kennari fékk þessi svör í kynfræðsluprófi.
Hvað er sjálfsfróun? "þegar maður frjóvgar sjálfan sig"!
Hvað er umskurður? "þegar kóngurinn er skorinn af"!
1 ummæli:
Þegar maður frjóvgar sjálfan sig!:D
Algjör snilld :)
Skrifa ummæli