föstudagur, 21. desember 2007

Brjálaður draugagangur!

Sver það.
Draugarnir á heimilinu ÉTA lakkrístoppa eins og þeir séu í akkorði.
Það er sama hvað ég baka margfaldar uppskriftir af lakkrístoppum, aftur og aftur, þeir hverfa allir.
Heimilismeðlimir setja allir upp sakleysissvip og þykjast varla hafa étið neitt.

Það er því ljóst að í þessu húsi er draugagangur og þessir draugar ÉTA lakkrístoppa!

Hvar fær maður draugheldan lás?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:-O