Svið eru góð, sérstaklega Skagfirsk :)
Fyrri helming ævinnar reyndi ég að vanda mig við að ala upp börnin mín.
Það tókst ágætlega að því leiti til að þau eru hið mætasta fólk í dag og ég er ákaflega stolt af þeim hvort sem það hefur eitthvað við mitt uppeldi að gera eður ei.
Hinsvegar eiga þau til að sjá í dýrðarljóma ALLT sem mér er óviðkomandi.
Þá finnst mér ég vera útundan.
Ég baslaði ein með þau í gengum háskólanám og tilveruna að mestu. 350 dögum af árinu eyddum við að mestu í félagsskap hvers annars og svona var það meira og minna fram að 16 ára aldri elsta sonarins, 19 ára dótturinnar, og svo vonandi til FERTUGS með yngsta syninum (me and him are buddys).
Elsti sonurinn er ákaflega upptekinn af því að hann sé Bárðdælingur. Hann sýnir því aftur lítinn áhuga að vera kominn af Grímseyingum og SKagfirðingum í móðurættina.
Hvernig ætli standi á því?
Nú kom hin ættarhliðin (sú Bárðdælska) afar lítið við sögu í lífi hans fram á fullorðinsárin að þeirra eigin vali.
Er það fjarlægðin gerir fjöllin blá sem hér spilar inn í?
Mér finnst margfalt meira til Skagfirðinga koma en Bárðdælinga. Og að vera ættaður frá Grímsey finnst mér alveg sérstakt.
En stolti nýorðin "Bárðdælski" faðirinn fagnar uppruna sínum og ætlar að bjóða upp á svið og rófustöppu á sveitamannavísu í skírn ömmudrengsins um næstu helgi.
Svið eru líka herramannsmatur :)
Sama hvort þau eru af skagfirskum eða þingeyskum rollum!
Er samt ekki frá því að þær skagfirsku bragðist ívið betur ;)
Er ég kannski afbrýðissöm yfir því að sumir uppskeri án þess að sá?
Ætla að spá aðeins betur í þetta.